Í dag 15. september lýkur veiðitímabilinu í nokkrum vötnum eins og Elliðavatni, Þingvallavatni, Vífilsstaðvatni og Berufjarðarvatni. Síðar í mánuðinum lokar svo fleiri vötnum en um næstu mánaðarmót lýkur veiðitímabilinu í flestum vatnasvæðum Veiðikortsins.

Það er því um að gera að nota næstu daga vel áður en tímabilinu lýkur og veiðimenn fara að pakka græjunum.

Vona að þið veiðimenn og konur hafið átt góðar stundir í vötnunum í sumar.

Með kveðju,

Veiðikortið

Fyrri frétt
Urriðadansinn á Þingvöllum
Næsta frétt
Að njóta ljósaskiptanna