URRIÐADANS Í ÖXARÁ
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn 16. október og hefst klukkan 14:00.  Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum mun fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um urriðann í Þingvallvatni 20. skiptið.
Kynningin hefst við bílastæði P5 þar sem Valhöll áður stóð. Þaðan er gengið meðfram ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra.
Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar.
Víða við þinghelgina eru bílastæði. Einna flest eru uppi á Haki (P1) og þaðan er um 1200 metra ganga að Valhallarstæðinu. Einnig er slatti af bílastæðum við P2 sem er nær því þar sem gangan endar. Endilega kynnið ykkur bílastæðin á korti sem fylgir myndum hér fyrir neðan.

Þegar viðburðurinn hefst upp úr 14:00 verður líklegast ekki fært til og frá bílastæði P5.

Gott væri ef þeir sem ætla að mæta skrái sig á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/242462311157954

Fyrri frétt
Nýr vefur í loftið!
Næsta frétt
Vatnasvæðin byrjuð að loka fyrir veiði