Þrátt fyrir að bleikjan sé ekki almennt komin á fullt í Þingvallavatni, þá er ljóst að hún er aðeins farin að sýna sig.
Halldór Páll Kjartansson og Birgir veiðifélagi hans skelltu sér í þjóðgarðinn 21. maí til að reyna við bleikjuna á Öfugsnáðanum. Þeir byrjuðu að veiða kl. 8 um morguninn en fengu ekki högg fyrr en um hálf þrjú.  Þeir fengu 11 bleikjur og hirtu 8.  Það var frábært veður og fallegur dagur.

Hér fyrir neðan má sjá hluta af þessum fallegu bleikjum og gott að vita að bleikjan er að byrja að nálgast landið í meira mæli.
Fallegar bleikjur veiddar 21. maí 2009.
Mynd – Halldór Páll Kjartansson
 
Einnig fengum við sent bréf frá Snorra Páli Þórðarsyni og birtum það hér í heild sinni og mynd frá honum fyrir neðan:
"Sælir Veiðimenn!
 
Við fórum 6 til að renna fyrir hinum stóra að kvöldi til 17 maí…
 
það var gott veður og klukkan um 22:00 er við mættum…
Við Vatnskotið var aragrú af fólki að berja og berja þannig við skelltum okkur á nesið, þar týndust 2 spúnar og ekkert gekk… og fækkaði úr grúppunni um 2 kvk.
Færðum við okkur yfir í Vatnskotið en beggja megin við okkur voru samtals 7 manns að kasta flugu, við með maðk og flotholt.
Um klukkan 00:00 var byrjað að narta og smá spenna í mannskapnum, dregið inn og maðkurinn skoðaður…
Fleygt út í, á sama stað og ekki stóð á sér, BÚMM hann var á !
Eftir að hafa þreytt hann í um 15 mín og við sem vorum ei að hala hann inn héldum að þetta væri smá tittur og grín í veiðimanninum, en þetta var ekkert grín, boltafiskssagan var staðfest er hann fór að nálgast bakkann…
eftir erfiðleika í myrkrinu og háf-laus þá tókst það að koma honum á land við mikla kátínu viðstaddra… fallegur 8-10 punda Þingvallaurriði staðreynd !
Vorum síðan til veiðar til 10:00 næsta dag og EKKERT gerðist allan tímann…
Þessi slökkti gjörsamlega á vatninu og engin var að fá í nánd !
 
Frábær túr og er yndislegt að komast í svona kyrrð og skemmtilegheit með einungis klukkustundakeyrslu frá byen !
 
Gleðilegt veiðisumar !   "
Hér fyrir neðan er mynd af Bjarka Sigurðssyni með urriðan sem hann fékk að kvöldi 17. maí.
 
Bjarki Sigurðsson með urriða sem hann fékk í Vatnskotinu 17. maí 2009
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kvikasilfur í urriðanum á Þingvöllum
Næsta frétt
Sléttuhlíðarvatn leynir á sér – veiðin komin í gang.