10. ágú. 2011
 
Kleifarvatn – ekki bara bleikjuveiði núna!
Það er greinilega mjög misjafn hvaða tegundir menn eru að fá eftir því hvaða agn er notað sem og eftir því hvar í vatninu menn eru að veiða.  Þann 1. ágúst fékk Halldór glæsilega bleikjuveiði þar sem stærsta bleikjan var um 5 pund. 

Að kvöldi 8. ágúst fór Steingrímur Valgarðsson upp í Kleifarvatn og fékk 4 væna urriða, en stærri fiskarnir vógu um 6-7 pund og þeir minni 2-3 pund.  Hér fyrir neðan er mynd af fiskunum.  Fiskana fékk hann á maðk sem hann dró eftir botninum.  Hann nefndi að það væri mjög góð veiði í vatninu núna og að þetta væri afar góður matfiskur.
 
Urriðarnir sem Steingrímur Valgarðsson fékk í Kleifarvatni 8. ágúst sl.
Einnig látum við fylgja mynd sem Steingrímur sendi okkur fyrr í sumar.
 
Við þökkum honum fyrir myndina og hvetjum veiðimenn til að senda okkur fleiri myndir á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
Mk,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fallegur lax úr Vatnsdalsvatni
Næsta frétt
Fín bleikjuveiði í Kleifarvatni!