Ég og félagi minn skelltum okkur á veiðikortið og ákváðum að taka stutta ferð eftir vinnu í Hítarvatnið. Við brunuðum úr Reykjavík vestur í Hítarvatnið og græjuðum stengurnar í rólegheitunum ca. níu um kvöldið. Við vorum báðir að veiða þarna í fyrsta skipti en við höfðum heyrt sögur af svæðinu. Það sem tók við var alveg svakalega góð skemmtun sem stóð yfir í 4 tíma. Fiskurinn var allan tímann á fullu í agninu, og við lönduðum samtals 16 fiskum á 4 klst.
Read more “Hítarvatn – veiðiferð”