Þingvellir 1. maí – bleikjan mætt í kaldri opnun

Í dag 1. maí opnaði Þingvallavatnið.  Þegar við kíktum á svæðið rúmlega 9 voru fáir að veiða en það var talsvert rok og hitinn um 6-8°.   Davíð Þór Jónsson, tónlistarmaður, fékk þó glæsilega bleikju í morgun sem vó um 3,5 pund og var hún 54cm.  Bleikjan tók leyniafbrigði af Mobuto.  Hann sendi okkur þessa fallegu mynd af bleikjunni.

Read more “Þingvellir 1. maí – bleikjan mætt í kaldri opnun”

Flottir fiskar úr Meðalfellsvatni!

 
Meðalfellsvatn er farið að gefa fallega fiska eins og í fyrravor.  Talsvert hefur verið um að menn séu að veiða hoplaxa, sjóbirtinga sem og fína urriða.  Cezary skellti sér í vatnið í fyrradag og fékk glæsilega veiði.  Hann var við veiðar í um 5 klukkustundir og fékk 28 urriða 1-3 pund og 6 sjóbirtina 1,5 – 6 pund.  Einnig var að veiðast eitthvað af hoplaxi.

Read more “Flottir fiskar úr Meðalfellsvatni!”

Vatnaveiðin fór rólega af stað

 
Nokkur veiðivötn opnuðu í gær 1. apríl og var veðrið talsvert betra en menn höfðu spáð, en um kl. 19 var yfir 10° hiti á höfuðborgarsvæðinu.
Bílaplanið við Vífilsstaðavatn var þétt setið, en um kvöldmatarleytið voru rúmlega 10 veiðimenn að veiða.  Þar sem búið er að vera talsvert kalt síðustu daga og ennþá ís á hluta af vatninu var fiskurinn ekki í tökustuðu, en sérfróðir menn segja að nú sé aðeins dagaspursmál hvenær lætin byrja. 

Read more “Vatnaveiðin fór rólega af stað”

Stutt eftir – ágæt veiði

Höfum heyrt af einhverri veiði hér og þar þrátt fyrir að menn hafa minnkað ástundunina með kólnandi veðurfari.  Sjálfagt eru menn að gera fína sjóbirtingsveiði í Víkurflóði og Þveit, en einnig hafa menn verið að fá fallega veiði í Kleifarvatni og Úlfljótsvatni.  Einn veiðimaður sem var í Kleifarvatni í síðustu viku setti í 6 fiska en landaði þremur fínum fiskum 1,5, 2 og 2,5 pund að þyngd. 

Read more “Stutt eftir – ágæt veiði”

Hraunsfjörður – fjölskylduferð

Hraunsfjörður – fjölskylduferð (uppfærðar myndir)
Veiðikortshafi sendi okkur myndir og nokkrar línur eftir skemmtilega ferð í Hraunsfjörð um Verslunarmannahelgina.
"Heilir og sælir Veiðikortsmenn. Við fjölskyldan skelltum okkur á Snæfellsnes um verslunarmannahelgina, vopnuð veiðikorti og viðeigandi búnaði. Komum í Hraunsfjörð um miðjan dag á laugardeginum, eftir að hafa skoðað aðstæður við Baulárvallavatn.

Read more “Hraunsfjörður – fjölskylduferð”