Vötnin fyrir norðan að detta inn – flottur urriði úr Þingvallavatni
 
Veðrið hefur leikið við landsmenn um helgina og margir skellt sér í vötnin.  Fjölmenni hefur við í Þingvallavatni síðustu daga og ævintýrin þar halda áfram.
Í gær fengum við fréttir frá Valdimari Friðgeirssyni en hann fór 2. maí í Sléttuhlíðarvatnið og fékk þar 8 bleikjur.  Einnig skellti hann sér í Ljósavatnið og þar fékk hann 2 bleikjur og einn 2,5 punda urriða, þannig að það er greinilegt að vötnin eru að taka við sér fyrir norðan.

Einnig fengum við upplýsingar frá honum Thorvald Brynjari, en hann fór í fimmtudagskvöldið í Þingvallavatnið.  Þeir félagar byrjuðu við Arnarfellið og urðu aðeins varir, en fóru yfir í Vatnskotið um kl. 23.00.  Það var fallegt veður og margt um manninn.  Eftur um klukkustund gerðist ævintýrið og sá stóri tók, 13 punda, stórglæsilegur urriði.  Hann fór einnig á föstudagskvöldið og fékk þá einn 6 punda og eina tveggja punda bleikju.  Hér fyrir neðan má sjá þennan glæsilega fisk sem Thorvald Brynjar fékk á fimmtudagskvöldið.
 
Thorvald Brynjar með glæsilegan 13 punda urriða úr þjóðgarðinum á Þingvöllum, 14. maí.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Matís og Laxfiskar vegna kvikasilfursmælinga
Næsta frétt
Veiðimenn í Kleifarvatni blása á rokið!