Örn Guðmundsson skellti sér í Þingvallavatnið í gærkvöldi og upplifði eftirminnilegt kvöld.
Þegar tók að skyggja fékk hann tvo vænta urriða, 6 og 7 pund.  Báðir fiskarnir tóku maðkinn og létu þeir öllum illum látum.  Fiskana fékk hann við Vatnskotið.

Þeir sem þekkja vatnið manna best tala um að menn hafa sjaldan orðið eins mikið varir við urriðann og vonandi bendir það til þess að stofninn sé að styrkjast.
Myndirnar hér fyrir neðan tala sínu máli:
 
Hann er á!  Ljósaskipti við Þingvallavatn 6. maí 2009.
 
Glæsilegur 6 punda urriði.
 
Örn Guðmundsson með fyrri fiskinn.
 
Seinni fiskurinn tók þegar komið var fram í myrkur. 
 
Flott kvöldveiði.  Ánægður veiðimaður með 6 og 7 punda urriða.
 
 
Mk,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Risaurriði úr Þingvallavatni – 22 pund!
Næsta frétt
Kleifarvatn…. ekki bara boltaurriðar!