Líflegt á bökkum vatnanna – fréttir héðan og þaðan.

Við höfum fengið fregnir og myndir frá veiðimönnum sem hafa verið að veiða í vötnunum.
Bleikjan í Þingvallavatni er farin að sýna sig í meira mæli og hafa veiðimenn verið að fá flottar bleikjur.  Lárus fékk t.d. þessa fallegu 4 punda bleikju hér fyrir neðan á Öfugsnáðanum á litla púpu sem hann fékk í þjónustumiðstöðinn á Þingvöllum. 

Read more “Líflegt á bökkum vatnanna – fréttir héðan og þaðan.”

Héðan og þaðan – myndir frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði

Mikið líf er komið í vatnaveiðina og langþráð bið eftir bleikjunni í Úlfljótsvatni, Þingvallavatni og víðar er á enda.  Menn hafa verið að fá flotta veiði í báðum vötnunum síðustu daga.  Einnig er búið að vera mjög góð veiði í Hraunsfirði, Svínavatni og Skagaheiði fyrir norðan og Kleifarvatni. (sjá myndasyrpu fyrir neðan frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði).  Einnig viljum við minna veiðimenn á að Veiðidagur Fjölskyldunnar er á sunnudaginn.

Read more “Héðan og þaðan – myndir frá Úlfljótsvatni og Skagaheiði”

Fín bleikjuveiði í Hópinu

10. jún. 2011
 
Fín bleikjuveiði í Hópinu
Flest veiðivötn hafa farið heldur seinna á stað en venjulega sökum kulda.  Hópið er það engin undantekning en það virðist sem að það sé eitthvað að taka við sér.  Ólafur Sigfús Benediktsson frá Blönduósi sendi okkur fregnir og myndir og við gefum honum bara orðið en myndirnar eru fyrir neðan:

Read more “Fín bleikjuveiði í Hópinu”