Nú eru kjöraðstæður í vatnaveiðinni og eru menn að fá fína veiði í flestum vötnunum innan Veiðikortsins.  Við höfum heyrt af veiðimönnum héðan og þaðan og það virðist vera mjög góð veiði hvert sem litið er. 
Óttar Þór Ólafsson fór til veiða með fjölskyldu sinni á leið þeirra um Melrakkasléttuna og fengu þau fína veiði og má sjá veiðina á myndinni hér fyrir neðan:

 
Hér er Óttar með aflann sem hann og fjölskylda hans fékk á leið 
Melrakkasléttuna nýverið.
 
Í Þingvallavatni er mikil bleikja þessa dagana og fátt skemmtilegra en að dáðst að henni synda í augnsýn við bakkana.   Einnig hafa menn verið að fá fína veiði í Úlfljótsvatni.
 
Flottar bleikjur við Úlfljótsvatn – Mynd Halldór Gunnars júlí 2011
Af vötnunum í Svínadal er það að frétta að laxinn er farinn að láta sjá sig en árlega veiðist þar talsvert magn að laxi.  Einnig er silungurinn þar óvenju vænn miðað við fyrr ár.  Rétt er þó að benda veiðimönnum á að einungin er leyfilegt að veiða þar til kl. 22.00 á kvöldin, en það er samkvæmt veiðireglum sem veiðifélagið setur og því ekki ákvörðun veiðivarðar, en borið hefur á því að veiðimenn hafi verið að skammast út í veiðivörð út af þessum tímaramma sem er settur. 
Einnig höfum við fengið fréttir frá veiðimönnum sem hafa lagt leið sína í Sléttuhlíðarvatnið og er sjóbleikjan þar óvenju væn eins og reyndar virðist vera staðreynd á flestum sjóbleikjuslóðum.  
Hvetjum veiðimenn til að senda okkur myndir og veiðisögur á netfangið veidikortid@veidikortid.is
 
Með kveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fín bleikjuveiði í Kleifarvatni!
Næsta frétt
Fluguveiði er ekki bara bara karlasport! – Veiðin að glæðast með hækkandi hita.