Sauðlauksdalsvatn með væna fiska

Sauðlauksdalsvatn er eitt af náttúperlum Vestfjarða. Í næsta nágrenni við Rauðasand og Látrabjarg í um hálftíma fjarlægð frá Patreksfirði, liggur Sauðlauksdalsvatn umlukið hvítum skeljasandi sem er einkennandi fyrir svæðið.  Mario Ís hefur verið duglegur að veiða í Syðridalsvatni og það hefur heldur betur borgað sig, það hefur verið tiltörlega rólegt í sumar en fiskarnir sem hann er að veiða eru svakalegir! Stærsta bleikjan sem hann hefur fengið í sumar var 62cm og 4 kíló! Ekki er bara bleikju að fá heldur hefur Mario misst stórlax sem tók spún, hann straujaði út á mitt vatn áður en hann náði að slíta sig lausan.

Read more “Sauðlauksdalsvatn með væna fiska”

Nýtt tjaldstæði við Þveit

Þar sem flest tjaldstæði eru að verða þétt setin fyrir Verslunarmannahelgina er rétt að benda á að ábúendur á Stórulág við vatnið Þveit var að opna nýtt tjaldsvæði fyrir rúmri viku.

Veiðimenn sem verða á faraldsfæti og ætla sér austur á firði geta kynnt sér þetta fína tjaldstæði þar sem má finna hreinlætisaðstöðu og rafmagn.  Það er alveg tilvalið að stoppa við Þveit og gista á tjaldstæði þeirra hjóna Jóhönnu og Sigurðar á Stórulág og njóta þess að veiða í Þveit á leiðinni austur.  Nánari upplýsingar um tjaldsstæðið má finna á Facebook-síðu þeirra

Read more “Nýtt tjaldstæði við Þveit”

Enn kuldalegt á hálendinu

Það er enn nokkuð kalt á hálendinu en Árni Kristinn Skúlason og Jón Stefán Hannesson skelltu sér í Frostastaðavatn síðasta sunnudag til að kanna aðstæður. 

Þar var hálf vetrarlegt um að lítast en þar var hvít jörð. Þeir slitu þó upp 10 fiska þrátt fyrir það á skömmum tíma.

Það verður spennandi að fylgjast með veiðiskap í vatninu þegar það fer að hlýna og aðstæður að batna.

Read more “Enn kuldalegt á hálendinu”

Vatnaveiðimenn bíða eftir meiri hita

Það sem af er maímánuði hefur einkennst af talsverður kulda. Í raun hefur verið of kalt til að vataveiðin hafi farið á fullt, enda hefur næsturfrost verið nánast daglegt brauð víða.

Nú stefnir í aðeins jafnari hita en gott væri að fá a.m.k. nokkra daga með hærri hita til að skordýralífið komist á fullt skrið og þar sem fer fiskurinn á meiri ferð í leit að æti. 

Read more “Vatnaveiðimenn bíða eftir meiri hita”

Elliðavatn fer vel af stað!

Það er búið að vera fín veiði í Elliðavatni það sem af er tímabils, en vatnið opnaði 22. apríl s.l.

Sævar Snorrason var við veiðar í vatninu í gær og setti í tvo urriða en landaði einum.  Fleiri veiðimenn voru að fá fallega urriða um helgina en bleikjan er ekki enn farin að sýna sig.

Við minnum veiðimenn á að það er bannað að veiða í Suðurá sem rennur út í Helluvatn.

 

Góða skemmtun!

 

Veiðikortið 

Bleikjan er mætt í þjóðgarðinn!

Bleikjan mætt í þjóðgarðinn á Þingvöllum!
 
Guðjón Þór Þórarinsson kíktí í þjóðgarðinn í morgun og honum til undrunar þá var bleikjan mætt og var að sýna sig mikið í yfirborðinu. Hann tók tvær fallegar bleikjur á lítinn Peacock nr. 16 með kúlu og frúin hans fékk eina á lítinn Krókinn. Þetta er mikið fangaðarefni fyrir bleikjuunnendur að bleikjan sé mætt! Fyrir sumar er þetta stærri frétt en að lóan sé komin.
 

Bleikjurnar tvær sem Guðjón fékk í morgun á lítinn Peacock nr. 16.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

Risa vika framundan!

Nú loksins þegar ísinn er að hopa er risa vika framundan.

Í fyrradag var opnað fyrir veiði í Kleifarvatni, en það opnar 15. apríl fyrir veiði.  Það er klárlega spennandi að veiða í Kleifarvatni með bjarmann af eldgosinu í bakgrunni!  Það verður spennandi að sjá hvernig sumarið verður í Kleifarvatni en þar veiðast alltaf nokkrir fallegir urriðar á hverju ári. Bleikjustofninn í vatninu er flottur og margir veiðimenn sem hafa komist upp á lag með að ná bleikjunni þar. Stundur þarf að veiða mjög djúpt.

Read more “Risa vika framundan!”