Þingvallavatn – urriðatímabilið er byrjað!

í dag, 20. apríl hefst formlega veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Veiðin hefur farið vel af stað á öðrum svæðum í Þingvallavatni sem hafa þegar opnað fyrir veiði þannig að við vonum það besta.

Við minnum á að fyrir landi þjóðgarðsins má aðeins veiða með flugu og öllum urriða skal sleppt aftur, en það gildir frá 20. apríl – 1. júní.

Góða skemmtun og endilega sendið okkur upplýsingar um gang mála á veidikortid@veidikortid.is

 


Hér er Rasmus Ovesen með fallegan urriða frá opnunardeginum 2015, en þá var keimlíkt veður og spáin segir til um í dag.
Þessi mynd er tekin við Leirutá í Lambhaga.

Með kveðju,

Veiðikortið

Kleifarvatn á Reykjanesi opnar á morgun!

Nú eru veiðivötnin að opna hvert af öðru. Á morgun, 15. apríl opnar fyrir veiði í Kleifarvatni á Reykjanesi. Vatnið er spennandi snemmsumarsvatn enda margir risaurriðar sem dóla í vatninu og er algengast er að þeir veiðist í apríl og maí. Í framhaldi opnar svo fyrir veiði í Meðalfellsvatni þann 19. og Þingvallavatni þann 20. apríl. Elliðavatnið opnar svo á sumardaginn, sem er 25. apríl í ár.

Varðandi bleikjuna þá segja fróðir menn að ef menn ætla að veiða í dýpinu þurfi gríðarlega langan taum, jafnvel 3-4 metra og draga hægt. Það á að vera árangursríkasta aðferðin í bleikjuveiðinni í Kleifarvatni í klettunum við Syðri-Stapa og Lambhagatanga.

Hér má nálgast nánari upplýsingar um Kleifarvatn.


Marcin með fallega bleikju 2017.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Vatnaveiðin fer rólega af stað

Það er ekki hægt að segja annað en að vatnaveiðin hafi farið rólega af stað. Fyrstu dagar aprílmánaðar voru kaldir og buðu ekki upp á mikla silungsveiði. Margir hafa þó lagt leið sína í Vífilsstaðavatn og Hraunsfjörð, jafnan í skamma stund í senn vegna kulda. 

Það verður sumarlegra samt með hverjum deginum sem líður og strax í næstu má búast við að það verði orðið betra a.m.k hér á suðvesturhorninu.

Einnig styttist í að það opni fyrir veiði í Kleifarvatni (15. apríl) og Meðalfellsvatni (19. apríl). Einnig bíða veiðimenn sem sækja í stórurriðann á Þingvöllum með öndina í hálsinum, en þar hefjast veiðar 20. apríl.  Elliðavatnið fer í gang á sumardaginn fyrsta þannig að biðin er að styttast og við hlökkum til að fá fregnir af veiðimönnum í sumar og hvetjum ykkur til að senda okkur fréttir og myndir í sumar til að deila með öðrum veiðimönnum.


Það styttist í að silungsveiðimenn geti farið að skunda á Þingvelli og reynt við bleikju og urriða.

 

Með kveðju,

Veiðikortið

Meðalfellsvatn opnar 19. apríl – Villa í bæklingi

Í bæklingi Veiðikortsins 2019 laumaðist ein villa tengd Meðalfellsvatni, en eins og kynnt hefur verið þá opnar vatnið ekki fyrir veiði fyrr en 19. apríl.

Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda, enda einhverjir veiðimenn nú þegar búnir að taka forskot á sæluna.

 

Með bestu kveðju,

Veiðikortið

Meðalfellsvatn opens the 19th of April – typo in brochure

In our new brochure for the Fishing Card 2019, we noticed a bad typo. There it says that Meðalfellsvatn lakes open for fishinermen at the 1st of April, but correctly it should be on the 19th of April but then the fishing in Meðalfellsvatn starts.

Thank you for your understanding and we are sorry for all inconvinience regarding this typo.

 

Best regards,

Veiðikortið

Veiðimenn við Vífilsstaðavatn 1.apríl 2014.

Veiðitímabilið er handan við hornið!

Veiðitímabilið í vatnaveiðinni hefst formlega 1. apríl. Það þarf því ekki að telja lengi niður í að veiðimenn geti farið að renna fyrir silung. Veðrið síðustu daga og aukin birta fær óhjákvæmlega veiðimenn til að koma út úr vetrarhýðinu og kíkja á og yfirfara veiðigræjurnar.  Það verður spennandi að sjá hvernig veðurfarið verður í byrjun apríl en vonandi verður hlýtt og gott þannig að upphafið á veiðitímabilinu verði skemmtilegt.

Read more “Veiðitímabilið er handan við hornið!”

New fishing season coming up!

Here in Iceland the fishing season starts formally 1st of April, so there are only few days until the season starts.

There is still a small ice on most of the lakes but the winter is fading away so we are rather optimistic for the upcoming season. The lakes close to Reykjavik, like Vifilsstadavatn is almost ready.

There are few lakes that are open all year like Gíslholtsvatn and Urriðavatn by Egilsstaðir. Baularvallavatn, Hraunsfjadarvatn and Saudlauksdalsvatn are open for fishing when the ice has melted.

For Icelanders, it is quite common that fishermen visit lake Vifilsstadavatn on the 1st of April, to see other fishermen and check the gear, since it is at the big Reykjavik area with easy access. Many fishermen wait until 20th of April when the brown trout fishing season starts in lake Thingvellir.

You can find the list of the lakes with opening dates by clicking here.

Hope you are looking forward for the upcoming fishing season like us!


From 1st of April 2015. Let´s hope there will not be snowing at lake Vifilsstadavatn.

 

Best regards,

Veidikortid