Laxárvatn á Laxárdalsheiði er komið aftur í Veiðikortið eftir nokkura ára hlé. Árni Kristinn Skúlason og Ragnar Ingi Danner kíktu í vatnið í kuldanum í morgun. Þrátt fyrir kulda, frosnar lykkjur og fleira, þá kom vatnið þeim verulega á óvart.

Þeir ákváðu að ganga hringinn í kringum vatnið. Það kom þeim á óvart hversu aðdjúpt vatnið er sem hentar mjög vel til fluguveiða. Um leið og það fór aðeins að hlýna byrjaði urriðinn að taka. Þeir fengu 6 fallega urriða sem voru 1-2 pund og segjast klárlega ætla að stunda þetta vatn meira. Þeir veiddu vel á flugu sem nefnist Sturtan og aðrar flugur sem líkja eftir hornsílum. Við bendum einnig á Instagram aðgang þeirra: Icelandic_troutbum og raggidanner_hunting til að skoða fleiri myndir úr túrnum:
 

Það var kuldalegt um að lítast í morgun.
 

Laxárvatn geymir fallega urriða. 
 

 
 
Laxárvatn leynir á sér og þeir félagarnir eiga klárlega eftir að heimsækja það aftur þegar hitastigið er hærra. Fallegir fiskar og skemmtilegt veiðivatn.
 
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðinn enn á ferðinni í þjóðgarðinum!
Næsta frétt
Nýtt vatn – Hlíðarvatn í Hnappadal