Hlíðarvatn í Hnappadal – nýtt í Veiðikortinu 2019

Það er okkur sönn ánægja að kynna Hlíðarvatn í Hnappadal í landi Hraunholta sem nýtt vatn í Veiðikortinu. Veiðikortshafa geta því strax nýtt sér vatnið þrátt fyrir að það sé ekki í bæklingnum sem fylgir Veiðikortinu. Upplýsingasíðan fyrir vatnið er í vinnslu og verður tilbúin fljótlega en hér má sjá upplýsingar um vatnið.

Hlíðarvatn í Hnappadal er eitt skemmtilegasta veiðivatnið á vesturlandi.  Svæði Hraunholta, sem samningurinn gildir um, er hraunið að vestanverðu með veiðimörk við Svartaskúta og Hermannsholt. Eitt af sérkennum vatnasvæðisins er að vatnshæð í vatninu breytir sér mikið yfir veiðitímabilið og þar með veiðistaðir. Bæði bleikja og urriði er í vatninu. Í vatninu er mikið af fiski og hafa margir veiðimenn tekið ástfóstri við vatnið.

Við bjóðum Hlíðarvatn í Hnappadal velkomið í Veiðikortið og vonum að veiðimenn verði duglegir að nýta sér þennan nýja valkost og endilega deilið upplýsingunum þannig að sem fleistir Veiðikortshafar geti fengið upplýsingar um að vatnið sé komið inn. Kort af svæðinu þar sem má sjá veiðimörk verður komið hér inn fljótlega.

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Laxárvatn – flottir urriðar þrátt fyrir kulda!
Næsta frétt
Tilboð fyrir Einkaklúbbinn