Hólmavatn í Dölum

Staðsetning:  

Hólmavatn er á Hólmavatnsheiði, norður af bænum Sólheimum í Laxárdal. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er um 180 km frá Reykjavík, eða um 30 km frá Búðardal.  Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan. Rétt áður en komið er að Laxá í Dölum er beygt upp Laxárdal á þjóðvegi 59 og ekið áleiðis 24,8 km að bænum Sólheimum þar sem veiðimenn skrá sig.  Þaðan er um 5 km vegur upp á heiði, en hann er ekki greiðfær fólksbílum, þó að hægt sé að aka þar á vel útbúnum og háum fjórhjóladrifsbílum.  Jepplingar og jeppar hentar þar að sjálfsgöðu best.  
 

Upplýsingar um vatnið:

Hólmavatn er um 1 km2 að stærð og í um 190 m hæð yfir sjávarmáli.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða má í öllu vatninu fyrir landi Sólheima.  Veiða má fyrir landi Sólheima, eða frá útfalli austur fyrir vatnið og norður að þeim punkti þar sem Reiðgötuvatn liggur að vatninu – sjá bláa línu á korti.
 

Gisting: 

Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við landeiganda, en þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna..
 

Veiði: 

Góð veiði er í vatninu.  Bæði má finna þar urriða og bleikju, þó að bleikjan sé á undanhaldi.  Algeng stærð fiska er 1-2 pund.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.  Skráning inn á svæðið þarf að vera milli 7:00 og 22:00
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið hefst  ekki fyrr en um miðjan júní, eða þegar vegurinn að vatninu er orðinn fær, og fram til 30. september.
 

Agn:

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.  Stranglega bannað er að leggja net.
 

Besti veiðitíminn:  

Góð veiði er allt sumarið.
 

Reglur:  

Veiðimenn verða að skrá sig við komu á bænum Sólheimum áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki.  Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu, sem þarf að skila útfylltri við lok veiða.  Aðeins er heimilt að koma til veiða milli 7:00 og 22:00.  Öll umferð á mótorhjólum / fjórhjólum er bönnuð nema í samráði við veiðivörð.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.  
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Daði Einarsson á Sólheimum. S. 863-7702
 
 
 
{pgsimple id=10|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 2}

Laxárvatn í Dölum

Staðsetning:  

Laxárvatn er á Laxárdalsheiði í Dölum. 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vatnið er um 180 km frá Reykjavík, eða um 30 km frá Búðardal.  Ekið er um Bröttubrekku í áttina að Búðardal, ef komið er að sunnan, annars farið hefðbundnar leiðir frá Norðurlandi eða Vestfjörðum.  Rétt áður en komið er að Laxá í Dölum er beygt upp Laxárdalinn og ekið að bænum Sólheimum til að skrá sig.  Til að komast að vatninu er best að fara inn á gamlan veg, sem liggur frá þjóðvaeginum og niður með Lægðarlæk, en þar er hægt að leggja bílum og ganga niður að vatni.
 

Upplýsingar um vatnið:

Laxá í Dölum á upptök sín í Laxárvatni.  Vatnið er um 0,5 km2 að stærð og í um 150m hæð yfir sjávarmáli.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða má í öllu vatninu.
 

Gisting: 

Hægt er að tjalda endurgjaldslaust við vatnið á eigin ábyrgð og í samráði við landeiganda, end þar er þó enga hreinlætisaðstöðu að finna..
 

Veiði: 

Góð veiði er í vatninu en þar er einungis urriði.  Algeng stærð fiska er 1-3 pund.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá morgni til kvölds.  Skráning inn á svæðið þarf að vera milli 7:00 og 22:00
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið hefst 1. maí og því lýkur 30. september.
 

Agn:

Leyfilegt agn er fluga, maðukur og spónn.  Stranglega bannað er að leggja net.
 

Besti veiðitíminn:  

Góð veiði er allt sumarið.
 

Reglur:  

Veiðimenn verða að skrá sig við komu á bænum Sólheimum áður en haldið er til veiða, en sýna þarf Veiðikortið og skilríki.  Einnig fá veiðimenn veiðiskýrslu, sem þarf að skila útfylltri við lok veiða.  Aðeins er heimilt að koma til veiða milli 7:00 og 22:00.  Öll umferð á mótorhjólum / fjórhjólum er bönnuð nema í samráði við veiðivörð.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.  Hundar eru bannaðir á svæðinu. 
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Daði Einarsson á Sólheimum.
 
 
{oziogallery 439}
 
 
{weather 2}


View Larger Map

Berufjarðarvatn

 

 

Staðsetning: 

Berufjarðarvatn er við Berufjörð í Reykhólahreppi,
Austur-Barðastrandasýslu.
 
 

Upplýsingar um vatnið:

Berufjarðarvatn er frekar lítið eða 0,15 km2 að flatarmáli, fremur aðgrunnt vestan megin en meira dýpi er að austan. Vatnið er 49 m yfir sjávarmáli og er mesta dýpi rúmlega 2 m. Vatnið er um 600 m að lengd og um 300 m þar sem það er breiðast. Hægt er að aka að vatninu norðaustan megin, beint niður frá Hótel Bjarkalundi.
 
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk og næsta bæjarfélagi.

Frá Reykjavík eru um 215 km að vatninu ef farið er um Hvalfjarðargöngin og tæpir 150 km frá Borgarnesi og Stykkishólmi. Vatnið liggur við Vestfjarðaveg og er í alfaraleið fyrir þá sem ætla að heimsækja suðurfirði Vestfjarða.
 

Veiðisvæðið:  

Veiði er heimil í öllu vatninu. Algengustu veiðistaðirnir eru á austurbakkanum þeim sem liggur næst veginum. Frá vesturbakkanum er frekar aðgrunnt en þó er veiðivon alls staðar í vatninu.
 

Gisting:

Hótel Bjarkalundur er í um 400 m fjarlægð frá vatninu, en þar eru einnig tjaldstæði með rafmagni og sturtuaðstöðu. Símar 562-1900, info@hotelbjarkalundur.is.
 

Veiði:

Mest er af urriða í vatninu en einnig er talsvert af bleikju. Mest veiðist af 1-3 punda fiski en stærsti fiskurinn sem menn vita um að veiðst hafi á stöng vigtaði 10 pund.
 

Daglegur veiðitími: 

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 23.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið hefst 15. maí og því lýkur 15. september.
 

Agn:

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Fiskur veiðist allt sumarið en fyrri hluti sumars er þó heldur meiri veiðivon. Veiði er í vatninu allan daginn, en morgunn og kvöld eru alltaf líklegustu tímarnir.
 

Reglur:

Korthafar þurfa að skrá sig hjá veiðiverði á Hótel Bjarkalundi, þar sem kortanúmer og kennitala eru skráð niður. Veiðimenn eru beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa..
 
 

Veiðivörður/tengiliður á staðnum:

Allar upplýsingar eru veittar í afgreiðslu á Hótel Bjarkalundi.
 
 
 
{pgsimple id=21|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 3}

Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði

Staðsetning: 

Vatnsdalsvatn er í Vatnsfirði á Barðaströnd.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er 2,2 km2 að flatarmáli.  Mjög aðdjúpt er vestan megin við vatnið en aðgrynnra að austan.  Það er um 8 m. yfir sjávarmáli og er mesta dýpi um 30 m. Vatnið er um 2,6 km að lengd og um 1 km þar sem það er breiðast.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk og næsta bæjarfélagi.

Frá vatninu eru um 340 km. til Reykjavíkur og um 55 km. vestur á Patreksfjörð. Hægt er að stytta leiðina frá Reykjavík með því að taka ferjuna Baldur frá Stykkishólmi til Brjánslækjar, sem er  í um 8 km. fjarlægð frá Vatnsdal.
 

Veiðisvæðið:  

Veiði er heimil í öllu vatninu. Bestu veiðistaðirnir eru við árósa og útfall vatnsins, við árósa undir Kálfahjalla, þar sem efri hluti árinnar rennur út í vatnið. Jafnframt eru veiðistaðir á Viteyri,sem er fyrir miðju vatninu vestan megin og Kofanesi, sem er fremst í vatninu. Um 30 mínútna gangur er að Lambagilseyrum, austanvert við vatnið. Við strandlengjuna á þessari gönguleið eru fjölmargir veiðistaðir. Ekki er leyfilegt að veiða í ám, sem tengjast vatninu.  Mörk vatnsins og ánna eru sérstaklega merkt.
 

Gisting:

Ekki er heimilt að tjalda við vatnið, enda er um friðland að ræða. Hins vegar eru tjaldstæði við Hótel Flókalund (2 km) og Brjánslæk (8 km). Auk þess er bændagisting í Rauðsdal (16 km.) og Birkimel (24 km.).
 

Veiði:

Mest er af bleikju í vatninu, sjóbleikju og einstaka lax ár hvert.  Mest veiðist af 1-3 punda fiski.  Á hverju sumri veiðist einnig töluvert af vænni bleikju, allt að 6,5 pundum.
 

Daglegur veiðitími: 

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 og til kl. 23.
 

Tímabil:

Veiðitímabilið hefst 1. júní og lýkur því 20. september.
 

Agn:

Allt löglegt agn er leyfilegt: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Frá seinniparts júní og fram í miðjan ágúst.
 

Annað: 

Frábærar gönguleiðir eru í nágrenni Vatnsdalsvatns.  Nefna má gönguleiðir á Lónfell, þaðan sem Hrafna-Flóki gaf landinu nafnið Ísland og til Flókatófta, sem eru spölkorn frá ferjubryggjunni á Brjánslæk. Einnig er nokkuð auðveld ganga að Helluvatni, sem er ofan Hótelsins í Flókalundi.  Jafnframt tengist Vatnsfjörðurinn Gísla sögu Súrsonar og er svokallaður Gíslahellir austanvert í firðinum.  Þá má nefna Surtarbrandsgil, sem er einstætt vegna steingervinga sinna.
 

Reglur:

Vatnsfjörður er friðland og eru veiðimenn beðnir um að skilja ekki eftir sig neinar leifar eða ummerki. Stranglega er bannað að aka utan vega.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður/tengiliður á staðnum:

Veiðivörður. Brjánslækur: 456-2055.
 
 
{pgsimple id=30|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 3}

Syðridalsvatn við Bolungarvík

Staðsetning:  

Syðridalsvatn er í Bolungavík við Ísafjarðardjúp.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Leiðin til Bolungavíkur er um 470 km. ef ekið er um Arnkötludal, á bundnu slitlagi frá Reykjavík.  Þaðan eru aðeins nokkrir km til vatnsins.
 

Upplýsingar um vatnið:

Hér er um mjög gott veiðivatn að ræða. Það er um 1 km2 að stærð og liggur um þrjá metra fyrir ofan sjávarmál. Þangað gengur mikið af sjógengnum fiski, s.s. sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.  Aðal veiðisvæðið er við ósa ánna, sem renna í vatnið.  Á Miðdalsodda og Geirastaðaodda er æðarvarp.  Veiðimenn eru beðnir um að taka tillit til þes og fara ekki þar um frá maíbyrjun og til júníloka.
 

Veiðisvæðið:  

Veiði er heimil í öllu vatninu og meðfylgjandi not eru af nærliggjandi ám, Gilsá og Tröllá.  Ekki má veiða í Ósá, sem rennur úr vatninu, og ekki nær henni en sem nemur merkjum i í Grjótnesi og Vatnsnesi. Hægt er að kaupa sérstaklega veiðileyfi i Ósa fyrir þá sem vilja veiða í henni.  Veiðileyfin í Ósa fást í Shellskálanum í Bolungavík.
 

Gisting: 

Í Bolungarvíkurkaupstað er fyrirtaks tjaldsvæði með hreinlætisaðstöðu við iþróttamiðstöðina Árbæ.  Þar eru einnig gistiheimili og möguleiki á íbúðargistingu, sundlaug með vatnsrennibraut og íþróttasalur, ásamt margskonar afþreyingu og þjónustu.
 

Veiði:  

Staðbundin bleikja, sjóbleikja, sjóbirtingur og stöku lax.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 22.
 

Tímabil: 

Veiði er heimil frá 1.apríl til 20. september.  Einnig er hægt að stunda dorgveiði í vatninu, þegar svo ber við, í samráði við veiðivörð.
 

Agn: 

Allt löglegt agn:  Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Júlí og ágúst.
 

Reglur: 

Lausaganga hunda er stranglega bönnuð.  Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Handhafar Veiðikortins þurfa að skrá kortanúmer og kennitölu hjá umsjónarmanni, Arnþóri Jónssyni á Geirastöðum.  Ef enginn er heima, þá er veiðibókin í kassa við tröppurnar á Geirastöðum.  Þar skal skrá veiði dagsins.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður:

Arnþór Jónsson, Geirastöðum, S: 456-7118 eða GSM: 897-7370
 
 
{pgsimple id=7|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 3}


Sýna stærra kort

Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð

Staðsetning: 

Sauðlauksdalsvatn er í Vestur-Barðastrandasýslu á Vestfjörðum, í nágrenni Patreksfjarðar.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 380 km og 28 km frá Patreksfirði.   Með því að taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð er hægt að stytta vegalengdina til muna, eða um 150 km.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er um 0,35 km2 að flatarmáli og stendur í um 10m hæð yfir sjó.  Gott aðgengi er að vatninu, en aðeins má aka eftir merktum slóðum. 
 

Veiðisvæðið: 

Það má veiða í öllu vatninu, en aðallega er veitt þeim megin sem komið er að vatninu.  Vatnið hentar vel fyrir fluguveiði, enda er auðvelt að vaða aðeins út í gulum sandinum.
 

Gisting:

Heimilt er að tjalda við vatnið á eigin ábyrgð ,en engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu. Þó stendur til að koma upp hreinlætisaðstöðu þar fyrir sumarið.  Einnig er að kaupa gistingu á gistiheimilum á Patreksfirði.
 

Veiði: 

Í vatninu er bleikja, bæði sjógengin og staðbundin.  Einnig er vænan urriða að finna í vatninu og hafa menn verið að veiða allt að 16 punda stykki.  Uppistaðan í bleikjuveiðinni er 1-1,5 pund að þyngd.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Frá því ísa leysir og fram á haust.   
 

Agn: 

Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Kvölds og morgna.
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Bannað er að veiða í ánni sem rennur í vatnið.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Veiðimenn fara beint inn að vatni og hafi Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar gesta.  Veiðimönnum ber að skila veiðiskýrslum á netinu, www.veidikortid.is
 
 
{pgsimple id=2|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 3}


Sýna stærra kort

Hreðavatn

Staðsetning:  

Hreðarvatn er í Norðurárdal við þjóðveg nr. 1.
 

Leiðarlýsing:

Ekið er Norðurárdalinn og beygt vestur rétt sunnan við Bifröst. Vatnið er í um 115 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 30 km frá Borgarnesi..
 
 

Upplýsingar um vatnið:

Hreðavatn er aðgengilegt og gjöfult veiðivatn í fallegu umhverfi skammt frá Bifröst. Vatnið er um 1 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 56 m. hæð yfir sjávarmáli.
 
 

Veiðisvæðið:  

Heimilt er að veiða í Hreðavatnslandi sem er norðanmegin í vatninu. Sjá veiðimörk á korti..
 
 

Gisting: 

Bannað er að tjalda við vatnið en ýmsir ferðaþjónustuaðilar eru í nágrenninu.
 

Veiði:  

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar..
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.
 

Tímabil: 

Veiðitímabil hefst 20. maí og lýkur því 30. september.
 

Agn:  

Leyfilegt magn er fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Best er að veiða í Hreðavatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið.
 

Reglur: 

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. 

Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á veidikortid@veidikortid.is.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.

Öll bátaumferð er bönnuð.

 

 
{oziogallery 453}
 
 
 
 
{weather 1}


View Larger Map

 

Hlíðarvatn í Hnappadal

Staðsetning:  

Hlíðarvatn er í Kolbeinsstaðahreppi og er við Heydalsveg nr. 55.
 
 

Leiðarlýsing:

Ekið er inn á Snæfellsnesið við Borgarnes og þaðan er beygt inn á Heydalsveg, malarveg sem er merktur Búðardalur og ekið eftir honum um 10 km og þá er vatnið á hægri hönd. Vatnið er í um 130 km fjarlægð frá Reykjavík sé ekið um Hvalfjarðargöng og um 50 km frá Borgarnesi.
 
 
 

Upplýsingar um vatnið:

Hlíðarvatn í Hnappadal er gjöfult og vinsælt veiðivatn. Sérkenni vatnsins eru að vatnshæð breytist mikið yfir sumarið og veiðistaðir í hrauninu breytast því talsvert milli mánaða. Vatnið er rúmlega 4 km2 og mesta dýptin er um 20m. Það stendur í um 75 m. hæð yfir sjávarmáli.
 
 
 

Veiðisvæðið:  

Heimilt er að veiða fyrir landi Hraunholta sem er vestari hluti vatnsins. Veiðimörk eru miðuð við Svartaskúta í suðri og Hermannsholts í norðri. Sjá veiðimörk á korti. Vinsælustu staðirnir eru Hraunið, Rif og Víkin.
ATH. Veiðikortið gildir aðeins í landi Hraunholta – sjá kort. Einnig er hægt að kaupa veiðileyfi og tjaldsstæði í Hallkelsstaðahlíð, fyrir þá sem vilja.
 
 

Gisting: 

Hægt er að tjalda við vatnið án endurgjalds meðan pláss leyfir, en snyrtilegri umgengni er krafist. Hreinlætisaðstaða er við vatnið. 
Veiðihús: Stangveiðfélag Borgarness er með snyrtilegt hús við vatnið sem er kallað Jónsbúð og er hægt að fá það leigt. Í húsinu er gistipláss fyri 6-7 manns en þar er fín aðstaða með eldhúsi og salerni, en þó ekkert rafmagn. Leiguverð á húsinu er kr. 7.000 nóttin um helgar og kr. 5.000 á virkum dögum. Varðandi leigu á því þarf að panta með fyrirvara hjá svfb310@gmail.com.
 

    
 

Veiði:  

Í vatninu veiðast bæði bleikja og urriði, jafnt litlir og stórir fiskar.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil: 

Heimilt er að veiða í vatninu allt árið um kring. Dorgveiði er heimil þegar þegar aðstæður leyfa og tryggt sé að ísinn sé traustur.
.
 

Agn:  

Leyfilegt agn er allt almennt agn eins og t.d. fluga, maðkur, baunir og spónn. 
 

Besti veiðitíminn:  

Best er að veiða í Hlíðarvatni fyrri hluta sumars en nokkuð jöfn veiði er yfir sumarið. Þar sem vatnsstaða vatnsins er mikil breytast veiðistaðir mikið yfir tímabilið. Þegar vatnsstaða fellur opnast aðgengi að nýjum stöðum með því að ganga í hrauninu.
 

Reglur: 

Veiðimenn mega fara beint til veiða en skulu lata vita af sér í síma 894-6679 / 435-6679 eða koma við í Hraunholtum og  hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna. 
Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út veiðiskýrslu á vefnum okkur senda okkur á veidikortid@veidikortid.is.
Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl.
Öll bátaumferð er bönnuð.
 
{oziogallery 436}
 
 
{weather 1}


View Larger Map

 
 

Langavatn í Borgarbyggð

Staðsetning:  

Langavatn á Mýrum liggur í sunnanverðum Langadal í Mýrasýslu, norðaustur af Grímsstaðamúla.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Leiðin að Langavatni liggur eftir þjóðvegi nr. 1 um Borgarnes að Svignaskarði. Þar er ekinn 13 km. langur afleggjari, jafnan fólksbílafær, á vinstri hönd, upp með Gljúfurá.  Þá er einnig fært að vatninu eftir leið upp með Langá.
 

Upplýsingar um vatnið:

Langavatn er um 5,1 km2 að flatarmáli og hefur 36 metra dýpi, þegar mest er. Það liggur 215 metra yfir sjávarmáli í fallegu umhverfi. Þangað rennur Langavatnsá að norðan, en Beilá að austan. Úr suðvesturhorni þess fellur hin kunna Langá til suðurs.  Langavatn hefur verið notað til vatnsmiðlunar og því getur yfirborðshæð þess verið nokkuð breytileg. Helstu veiðistaðir eru austarlega í vatninu við hólma, sem eru fram undan leitarmannakofa við vatnið. Góðir veiðistaðir eru einnig við útfall Langár.
 

Veiðisvæðið:  

Veiða má í vatninu öllu.
 

Gisting: 

Korthafar Veiðikortsins geta tjaldað endurgjaldlaust við vatnið, en enga hreinlætisaðstöðu er þar að finna.
 

Veiði:  

Í vatninu veiðist bæði bleikja og urriði, bæði litlir og stórir fiskar.  Netaveiði er bönnuð fyrir handhafa Veiðikortsins.
 

Daglegur veiðitími:  

Leyfilegt er að veiða frá kl. 7 til kl. 24.
 

Tímabil: 

Veiðitímabil hefst 15. júní og lýkur því 20. september.
 

Agn:  

Allt löglegt agn: Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:  

Best er að veiða í Langavatni fyrri hluta sumars.
 

Reglur: 

Veiðmenn skulu hafa Veiðikortið á sér til að sýna veiðiverði þegar hann vitjar veiðimanna.  Veiðimenn eru einnig vinsamlegast beðnir um að fylla út Veiðiskýrslu á vefnum og senda okkur með tölvupósti.
 
 
{pgsimple id=22|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 1}


View Larger Map

Hraunsfjörður á Snæfellsnesi

Staðsetning:

Hraunsfjörður er á norðanverðu Snæfellsnesi, mitt á milli Stykkishólms og Grundarfjarðar.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Lónið er í um 180 km. fjarlægð frá Reykjavík. Ekið er sem leið liggur fram hjá Borgarnesi og beygt inn á Mýrar. Síðan er beygt upp á Vatnaleið, við Vegamót, í átt að Stykkishólmi. Þegar komið er yfir heiðina er beygt til vinstri í átt að Grundarfirði og síðan aftur til vinstri eftir um 4 km. við skilti er vísar á veiðisvæðið.
 

Upplýsingar um vatnið:

Hraunsfjörður er afburðarskemmtilegt veiðisvæði. Um er að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð. Svæðið er víðáttumikið og mikið af fiski, sjóbleikju, sjóbirtingi og laxi.
 

Veiðisvæðið:

Heimilt er að veiða í lóninu fyrir innan stíflu. Veiði fyrir neðan stíflu er bönnuð með öllu. Athugið að það er bannað að veiða í stífluopinu og ekki er heimilt að standa á steinsteypta kantinum og kasta þaðan. Samkvæmt veiðireglum má ekki veiða nær stíflu en 20 m. en athugið þó að ekki má veiða nær stíflu en 100 m. að vestanverðu, þar sem nyrsti hluti vesturbakkans er í eigu Berserkseyrar og tilheyrir ekki veiðisvæðinu.
 

Gisting:

Við vatnið er góð aðstaða fyrir tjöld og húsbíla, en tekið skal fram að ekki er skipulalgt tjaldsvæði né hreinlætisaðstaða. Þá er farinn slóði vestan megin við vatnið, sem nær inn að botni fjarðarins. Einnig er bent á bændagistingu í Eyrarsveit og gistimöguleika í Grundarfirði og Stykkishólmi.
 

Veiði:

Í vatninu má finna sjóbleikju, sjóbirting og lax.
 

Daglegur veiðitími:

Frá kl. 7 – 23.
 

Tímabil: 

Veiðitímabilið hefst 1. apríl og því lýkur 30. september.
 

Agn: 

Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Mjög góð veiði er í júlí og ágúst. Einnig hafa menn gert góða vorveiði í apríl og maí, sér í lagi sjóbleikjuveiði. Fiskurinn er mikið í flugu á vorin en síðsumars gengur bleikjan inn undir botn og er gjarna við ósa lækjanna sem falla í vatnið, sér í lagi á heitum dögum. Veiði dreifist nokkuð jafnt yfir sumarið, en óneitanlega er meiri von á laxi og sjóbirtingi þegar komið er fram í ágúst.
 

Reglur: 

Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið að ganga vel um svæðið og ekki skilja eftir sig rusl. Óheimilt er að aka utan vega. Ekki er heimilt að aka ófæran veg sem liggur austan megin í dalnum þar sem áður var eyðibýli. Einnig eru veiðimenn beðnir um að aka ekki í hraunkantinum inn að vatninu. Öll veiði úr bátum er bönnuð korthöfum Veiðikortsins. Veiðimenn eru vinsamlegast beðnir um að ganga til veiða af hófsemi.
 

Annað:

Hundaeigendur athugið að passa upp á hunda ykkar þar sem upp hafa komið tilfelli þar sem hundar hafa farið í fé.
 

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:

Veiðivörður er Tryggvi Gunnarsson S: 893-0000. Veiðieftirlitsmaður er Bjarni Júlíusson, S. 693-0461.
Veiðimenn skulu sýna veiðiverði og veiðieftirlitsmanni veiðileyfi sín og/eða Veiðikortið, sé um það beðið.
 
 
{pgsimple id=12|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 1}


Sýna stærra kort