Staðsetning: 

Sauðlauksdalsvatn er í Vestur-Barðastrandasýslu á Vestfjörðum, í nágrenni Patreksfjarðar.
 

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Reykjavík og næsta bæjarfélagi.

Vegalengdin frá Reykjavík er u.þ.b. 380 km og 28 km frá Patreksfirði.   Með því að taka ferjuna Baldur yfir Breiðafjörð er hægt að stytta vegalengdina til muna, eða um 150 km.
 

Upplýsingar um vatnið:

Vatnið er um 0,35 km2 að flatarmáli og stendur í um 10m hæð yfir sjó.  Gott aðgengi er að vatninu, en aðeins má aka eftir merktum slóðum. 
 

Veiðisvæðið: 

Það má veiða í öllu vatninu, en aðallega er veitt þeim megin sem komið er að vatninu.  Vatnið hentar vel fyrir fluguveiði, enda er auðvelt að vaða aðeins út í gulum sandinum.
 

Gisting:

Heimilt er að tjalda við vatnið á eigin ábyrgð ,en engin hreinlætisaðstaða er á svæðinu. Þó stendur til að koma upp hreinlætisaðstöðu þar fyrir sumarið.  Einnig er að kaupa gistingu á gistiheimilum á Patreksfirði.
 

Veiði: 

Í vatninu er bleikja, bæði sjógengin og staðbundin.  Einnig er vænan urriða að finna í vatninu og hafa menn verið að veiða allt að 16 punda stykki.  Uppistaðan í bleikjuveiðinni er 1-1,5 pund að þyngd.
 

Daglegur veiðitími:  

Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.
 

Tímabil:

Frá því ísa leysir og fram á haust.   
 

Agn: 

Fluga, maðkur og spónn.
 

Besti veiðitíminn:

Kvölds og morgna.
 

Reglur:  

Vinsamlegast skiljið ekki eftir rusl og stranglega bannað er að aka utan vegar.  Bannað er að veiða í ánni sem rennur í vatnið.  Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa.  Veiðimenn fara beint inn að vatni og hafi Veiðikortið við höndina þegar veiðivörður vitjar gesta.  Veiðimönnum ber að skila veiðiskýrslum á netinu, www.veidikortid.is
 
 
{pgsimple id=2|caption=0|tsize=medium|tmax=20|imax=200|close=1}
 
 
{weather 3}


Sýna stærra kort

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Syðridalsvatn við Bolungarvík
Næsta frétt
Hredavatn