Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021

Veiðikortið hefur samið við Veiðifélag Landmannaafréttar um að Frostastaðavatn að Fjallabaki verði með í Veiðikortinu 2021.

Frostastaðavatn er stærst vatnanna í vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Um er að ræða frábært veiðivatn sem geymir óvenju mikið af silungi. Mest er þó af smábleikju en inn á milli eru vænir fiskar. Vatnið er því eins og sérhannað fyrir þá sem vilja fara með unga veiðimenn með mjög mikla veiðivon.

Read more “Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021”

Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021

Við vitum að það getur stundum verið snúið að losa límmiðana sem hafa fylgt með Veiðikortinu úr bílgluggum, sérstaklega eftir að þeir hafa staðið í mörg ár.

Með Veiðikortinu 2021 kemur ný útgáfa af plastmiðum sem festast á gluggann án þess að límast en nóg er að leggja miðann á gluggan en þeir ná góðri bindingu án þess að límast við. Það er ekkert mál að ná þessum miðum af gluggum og vonum við að einhverjir verði ánægðir með þessa breytingu.  Ef þú selur bílinn ætti ekki að vera neitt mál að kippa miðanum úr gamla bílnum og setja í nýja bílinn.

Read more “Betri merkimiðar með Veiðikortinu 2021”

Sléttuhlíðarvatn gefur vel!

Sléttuhlíðarvatn er eitt af þessum vötnum sem gefur jafnan mjög góða veiði enda mikill fiskur í vatninu. Það er staðsett á milli Hofsós og Siglufjarðar.

Sigmundur Elvar Rúnarsson 8 ára fór þangað ásamt föður sínum um helgina og fékk þar sinn fyrsta fiski eftir stutt stopp og veiðibakterían hjá þeim feðgum að lifna við.

Við hvetjum ferðalanga til að kíkja í vatnið þó ekki sé nema stutt stopp þegar verið er að ferðast um landið.  Mikið er af bæði bleikju og urriða í vatninu og klárlega eitt af skemmtilegri veiðivötnum í Veiðikortinu fyrir fjölskyldur.

Read more “Sléttuhlíðarvatn gefur vel!”

Vatnaveiðin komin á skrið

Einn besti tíminn í vatnaveiðinni er að nálgast. Þegar skordýralíf fer á fullt og gróður færist í fullan blóma þá fer silungur í vötnum landsins á mikla hreyfingu og færist nær landi þar sem jafnan má finna mestu fæðuna.

Nú þegar hefur tímabilið gengið vel það sem af er. Urriðaveiðin í Þingvallavatni hefur gengið vel og margir rígvænir fiska allt upp í 20 pundin hafa komið á land. Einnig voru veiðimenn að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Kleifarvatni.

Read more “Vatnaveiðin komin á skrið”

Tafir á póstsendingum

Þeir sem panta kortið á netinu mega búast við því að afhending geti tekið frá 5-10 dögum eins og staðan er í dag en afhendingartími virðist vera nokkuð mismunandi milli hverfa.

Hægt er að sækja kortið til okkar á Rafstöðvarveg 14, en þá þarf að láta vita af því um leið og kortin eru pöntun þannig að þau fari ekki í póst.  

Með kveðju,

 

Veiðikortið

Fluguhnýtingar fyrir Elliðvatn

Eiður Kristjánsson fluguhnýtari og veiðimaður hefur verið iðinn við að veiða í vötnunum í nágrenni borgarinnar.  Hann er öflugur fluguhnýtari og hefur hér tekið saman leiðbeingar um hvernig má hnýta fjórar öflugar flugur sem virkar mjög vel í Elliðavatni sem og auðvitað víðar. Elliðavatn opnar fyrir veiðimönnum á morgun sumardaginn fyrsta þannig að það er tilvalið að nýta síðasta kvöld vetrar til að setjast við hnýtingar! Við þökkum Eiði fyrir þetta.

Read more “Fluguhnýtingar fyrir Elliðvatn”