Frostastaðavatn í Veiðikortið 2021
Veiðikortið hefur samið við Veiðifélag Landmannaafréttar um að Frostastaðavatn að Fjallabaki verði með í Veiðikortinu 2021.
Frostastaðavatn er stærst vatnanna í vatnaklasanum sunnan Tungnaár. Um er að ræða frábært veiðivatn sem geymir óvenju mikið af silungi. Mest er þó af smábleikju en inn á milli eru vænir fiskar. Vatnið er því eins og sérhannað fyrir þá sem vilja fara með unga veiðimenn með mjög mikla veiðivon.