Veiðimenn eru farnir að iða í skinninu í þessu vorveðri sem hefur einkennt síðustu vikur. Það er ekkert skrýtið þar sem innan við mánuður er í að fyrstu vatnasvæðin opni formlega. 

Vötn eins og Gíslholtsvatn og Urriðavatn við Egilsstaði eru opin allt árið auk þess sem nokkur opna þegar ísa leysir. Þau vötn sem opna formlega fyrir veiði 1. apríl eru Vífilsstaðavatn, Hraunsfjörður, Syðridalsvatn og Þveit.

Vonandi heldur þessi vorblíða áfram þannig að veiðimenn geti notið góðra daga við bakkana í apríl. 

 

 

 

 

 

 


Miðað við veðrið síðustu daga og vikur er ekki líklegt að við fáum snjókomu í opnun.

Hér er listi yfir opnunartíma þeirra vatna sem opna fyrir veiði í apríl.

Vötn opin allt árið: Opnar Lokar  
  Gíslholtsvatn í Holtum Allt árið    
  Urriðavatn við Egilsstaði Allt árið    
         
Vötn sem opna þegar ísa leysir: Opnar Lokar  
  Baulárvallavatn á Snæfellsnesi Ísa leysir 30.sep  
  Hraunsfjarðarvatn á Snæfellsnesi Ísa leysir 30.sep  
  Sauðlauksdalsvatn við Patreksfjörð Ísa leysir Haustið  
         
         
Vötn sem opna í apríl: Opnar Lokar  
  Hraunsfjörður á Snæfellsnesi 1.apr 30.sep  
  Syðridalsvatn við Bolungavík 1.apr 20.sep  
  Vífilsstaðavatn í Garðabæ 1.apr 15.sep  
  Þveit við Hornafjörð 1.apr 30.sep  
  Kleifarvatn á Reykjanesskaga 15.apr 30.sep  
  Meðalfellsvatn 19.apr 20.sep  
  Þingvallavatn – Þjóðgarður 20. apr 15.sep  
  Elliðavatn 22.apr 15.sep *Sumardagurinn fyrsti

 

 

Með kveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sauðlauksdalsvatn – rafrænn kynning Ívars
Næsta frétt
Varðandi kaup á netinu í dag ATH