Héðan og þaðan – Bleikjan að taka völdin!
Nú eru vötnin heldur betur lifnuð við. Margir hafa lagt leið sína í vötnin síðustu daga og er bleikjan farin að taka við sér. Eitthvað er ennþá að veiðast í vötnunum af urriða, þrátt fyrir að það hafi heldur dregið úr því. Menn hafa verið að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni svo dæmi séu tekin. Nú er bleikjan að taka völdin!