Austurlandið:
Fengum fréttir frá Sigurberg Guðbrands og félögum sem byrjuðu í Víkurflóði og fengu þar 45 cm ál!  Eftir Víkurflóð fóru þeir í Þveit við Höfn í Hornafirði.  Þar fengu þeir 7 sjóbirtinga og meðan þeir voru þar var veiðimaður að draga á land 4 punda birting.   Einnig kíktu þeir félagar í Urriðavatn við Egilsstaði og fengu þar 4 bleikjur á bilinu 1-4 pund og misstu tvær um 2 pund.  Við eigum von á myndum frá þeim félögum þegar þeir koma í bæinn seinna í vikunni, en þeir munu væntanlega prufa fleiri vötn innan Veiðikortsins á leiðinni heim, en þeir eru að fara að veiða í Jöklu og Fögruhlíðará.

Skagaheiðin:
Einar og félagar fóru á Skagaheiðina og voru þar fjórir saman í 3 daga.  Þeir veiddu yfir hundrað fiska og hirtu um 60 stk af fallegri bleikju og urriða.  Þeir voru á fá þessa fiska á víð og dreif um svæðið. 
 
Úlfljótsvatn:
Margir hafa reynt fyrir sér í Úlfljótsvatni síðustu daga enda veðrið verið alveg kjörið.  Menn hafa verið að slíta upp talsvert af bleikju og mest í þessari klassísku stærð um og undir pundinu.  Þó hafa menn verið að fá eina og eina vel væna bleikju inn á milli.
 
Þingvellir:
Bleikjan hefur heldur betur verið að gefa sig og menn verið að fá fína veiði.  Margir vilja meina að hún taki betur en oft áður og gæti það bent til þess að minna er um fæði en áður á þessum árstíma.  Höfum heyrt af veiðimönnum sem hafa verið að fá tugi af fallegum bleikjum á hálfum degi.  Rögnvaldur Rögnvaldsson fékk spikfeita og flotta 7 punda bleikju í Vatnskotinu í gær.  Hér fyrir neðan má sjá myndir af henni:
 
Spikfeit 7 punda bleikja sem Rögnvaldur Rögnvaldsson fékk á Þingvöllum 29. júní.
 
 
 
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Góð veiði í Sléttuhlíðarvatni
Næsta frétt
Falleg bleikja úr Úlfljótsvatni