Fiskur í fyrsta kasti!
Fiskur í fyrsta kasti!
Gunnar Þór Gunnarsson brá sér í Úlfljótsvatnið í gær og fékk þennan glæsilega urriða í fyrsta kasti. Það er klárlega skemmtilegur tími framundan í vatnaveiðinni. Bleikjan er í tökustuði og stórurriðar farnir að nálgast bakkana.