Þingvallavatn fer vel af stað
Þingvallanefnd ákvað að breyta reglum um Þingvallavatn fyrir veiðitímabilið 2014 og opnaði það 20. apríl í staðinn fyrir 1. maí áður. Einnig er rétt að benda á að sleppiskylda er á öllum veiddum urriða til og með 31. maí og á þessu tímabili má aðeins veiða með flugu. Frá og með 1. júní er heimilt að veiða á flugu, maðk og spún.
Veiðin í vatninu fer ágætlega af stað þrátt fyrir kulda og höfum við frétta af nokkrum urriðum sem hafa komið á land og gott er að vita af því að þeir fiskar eru ennþá í vatninu, því þeim var sleppt aftur eins og nýjar reglur við vatnið gera ráð fyrir.