Nokkur vötn opna á morgun!
Nú eru fyrstu vötnin formlega að opna á morgun, 1 .apríl. Það er vinsælt meðal veiðimanna að heimsækja vötn eins og Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn.
Nú eru fyrstu vötnin formlega að opna á morgun, 1 .apríl. Það er vinsælt meðal veiðimanna að heimsækja vötn eins og Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn.
Nú styttist í opnum nokkurra vatnasvæða. Það þarf mikið að breytast veðurspáin fyrir næstu daga til að hægt verði að veiða í vinsælustu vötnunum en óvenjulegt þykir að vötnin á suðvestur horninu séu ísilögð á þessum tíma.
Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. tillögur þjóðgarðsvarðar er varða breytingar á veiðireglum í Þingvallavatni fyrir þeirra landi.
Veiðitíminn mun hefjast 20. apríl n.k. en hingað til hafa veiðimenn þurft að bíða til 1. maí eftir að geta hafið veiði þar.
Read more “Þingvallavatn – breyting á veiðireglum í þjóðgarðinum!”
Eins og við fjölluðum um fyrir fáum dögum þá er góður tími framundan fyrir áhugasama ísdorgveiðimenn. Gústaf skellti sér í Syðridalsvatn.
Þriðjudagskvöldið 18. febrúar mun nýstofnuð kvennadeild SVFR halda sitt annað opna hús. Þar verður margt spennandi í boði fyrir áhugasamar veiðikonur
Það er opið hús hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur í kvöld, föstudaginn 7. febrúar. Þar verður væntanlega líf og fjör eins og vant er.
Veiðikortið verður á staðnum að kynna lauslega nýju vatnasvæðin, Gíslholtsvatn og Vestmannsvatn.
SVFR er til húsa að Rafstöðvarvegi 14, og hefst opna húsið kl. 20.00.
Nú er að renna upp sá tími sem er hvað skemmtilegastur í ísdorginu. Við finnum stóran mun á birtu milli daga enda er daginn tekið að lengja. Þá hefst draumatími ísdorgveiðimannsins.