Kleifarvatn opnar formlega á morgun, þriðjudaginn 15. apríl.  Unnendur Kleifarvatns bíða eflaust með eftirvæntingu til að kanna aðstæður, en vatnið gefur oft fína veiði fyrri hluta sumars.

  Í vatninu er urriði og bleikja, gefur urriðinn sig yfirleitt betur þó svo það sé ekkert einsdæmi eins og sjá má í þessari frétt af opnun Kleifarvatns 2010, en þá fékk Svavar Lárus Nökkvason 55cm boltableikju og eins punda urriða. 


Svavar Lárus Nökkvason með boltableikju sem hann fékk 18. apríl 2010 í Kleifarvatni.

Hún María P. Ingólfsdóttir skoðaði aðstæður við vatning og má sjá myndirnar hennar á Facebook síðu Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar.

Hvetjum veiðimenn til að senda okkur fréttir og myndir á netfang okkar, veidikortid@veidikortid.is 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fín veiði í Meðalfellsvatni
Næsta frétt
Gíslholtsvatn að verða íslaust