Þveit opnaði þann 1. apríl. Jens-Olafur frá Svíþjóð var á ferðinni þar 2. apríl og fékk fallegan 1,5kg fisk í fyrsta kasti.  Fisknum var sleppt aftur en fiskurinn tók fluguna Copper cat black #10.

Svæðið er orðið islaust og því tilvalið fyrir þá sem búa fyrir austan að gera sig klára sem og fyrir þá sem eru á ferðinni að kíka þangað.

  Í Þveit veiðist gjaran talsvert af sjóbirting en auk hans er staðbundinn urriði og bleikja.

Hér fyrir neðan má sjá tvær myndir sem við fengum sendar frá Jens og þökkum við honum fyrir fréttirnar.


Hér má sjá veiðistaðinn þar sem Jens fékk sjóbirtinginn í fyrsta kasti.

 


Fallegur fiskur sem tók fluguna Copper Cat Black #10 í fyrsta kasti!  Fiskurinn var myndaður og sleppt í framhaldi.

 

Með auknum lofthita er ís að hopa af vötnum og vatnhitinn að hækka.  Í Vífilsstaðavatni hefur verið frekar rólegt enda vatnshitinn ennþá frekar lár.  Vatnið ætti að vera að detta í gang á næstu dögum.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Gíslholtsvatn að verða íslaust
Næsta frétt
Lítil veiði en ágæt skilyrði