Elliðavatn verður opnað á morgun!

Sumardagurinn fyrsti er á morgun, 24. apríl.  Þá opnar Elliðavatnið en margir veiðimenn bíða spenntir eftir þeim degi enda byrja margir veiðimenn ekki að veiðitímabilið fyrr en þá.  Allt útlit er fyrir að veðrið verði gott og hlýrra heldur en var í fyrra, en þá fraus í lykkjum veiðamanna fyrst um morguninn.
 
Þrátt fyrir það var fallegt veður í fyrra þegar Elliðavatnið opnaði.  Það var frekar kalt í dag og það fraus í lykkjum á veiðistöngum veiðimanna fyrst um morguninn en stilla og fallegt veður. Það voru margir veiðimenn sem mættu í vatnið þrátt fyrir kuldann.  Menn voru í raun ekki að veiða mikið en það komu þó nokkrir fallegir fiskar á land. 

Read more “Elliðavatn verður opnað á morgun!”

Þingvallavatn fer vel af stað

Þingvallanefnd ákvað að breyta reglum um Þingvallavatn fyrir veiðitímabilið 2014 og opnaði það 20. apríl í staðinn fyrir 1. maí áður.  Einnig er rétt að benda á að sleppiskylda er á öllum veiddum urriða til og með 31. maí og á þessu tímabili má aðeins veiða með flugu.  Frá og með 1. júní er heimilt að veiða á flugu, maðk og spún.

Veiðin í vatninu fer ágætlega af stað þrátt fyrir kulda og höfum við frétta af nokkrum urriðum sem hafa komið á land og gott er að vita af því að þeir fiskar eru ennþá í vatninu, því þeim var sleppt aftur eins og nýjar reglur við vatnið gera ráð fyrir.

Read more “Þingvallavatn fer vel af stað”

Þingvallavatn opnar á morgun, 20. apríl

Þingvallavatn fyrir landi þjóðgarðsins opnar formlega á morgun 20. apríl, en hann ber upp á Páskadegi.  Síðustu ár hefur svæðið opnað 1. maí en nú var tekin ákvörðun um að flýta opnun.  Veðurspáin mætti vera betri en veðurspáin gerir ráð fyrir að lofthiti verði rétt yfir frostmarki og væntanlega einhver gola. Það kemur eflaust ekki í veg fyrir að urriðinn verði á sveimi.

Read more “Þingvallavatn opnar á morgun, 20. apríl”

Vífilsstaðavatn – hundabann til 1. júlí

Vífilsstaðavatn – hundabann til 1. júlí
Við viljum vekja athygli veiðimanna á því að það er bannað að vera með hunda í friðlandi Vífilsstaðavatns milli 15. apríl til 1. júlí til að skapa frið hjá fuglunum.
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

Sjóbirtingur í Þveit

Þveit opnaði þann 1. apríl. Jens-Olafur frá Svíþjóð var á ferðinni þar 2. apríl og fékk fallegan 1,5kg fisk í fyrsta kasti.  Fisknum var sleppt aftur en fiskurinn tók fluguna Copper cat black #10.

Svæðið er orðið islaust og því tilvalið fyrir þá sem búa fyrir austan að gera sig klára sem og fyrir þá sem eru á ferðinni að kíka þangað.

Read more “Sjóbirtingur í Þveit”