Metin falla á Þingvöllum!

Veiðimenn hafa verið að upplifa ótrúlega hluti á Þingvöllum síðustu 10 daga eða svo.  Hvert veiðimetið af öðru hefur verið slegið hjá veiðimönnum og margir búnir að setja í og landa sínum stærstu fiskum, a.m.k. sínum stærstu urriðum.  Það má segja að urriðastofninn í vatninu sé í góðu jafnvægi og mun hann eflaust stækka hratt ef veiðifélag vatnsins mun styðja við nýjar reglur varðandi sleppingar á stórurriða eins og settar hafa verið í þjóðgarðinum og víðar.  Búið er að veiða og sleppa mörg hundruð stórrurriðum og eflaust væri stór hluti af þeim afla í kistum veiðimanna ef ekki hefði verið gripið í taumana.

Read more “Metin falla á Þingvöllum!”

Elliðavatn verður opnað á morgun!

Sumardagurinn fyrsti er á morgun, 24. apríl.  Þá opnar Elliðavatnið en margir veiðimenn bíða spenntir eftir þeim degi enda byrja margir veiðimenn ekki að veiðitímabilið fyrr en þá.  Allt útlit er fyrir að veðrið verði gott og hlýrra heldur en var í fyrra, en þá fraus í lykkjum veiðamanna fyrst um morguninn.
 
Þrátt fyrir það var fallegt veður í fyrra þegar Elliðavatnið opnaði.  Það var frekar kalt í dag og það fraus í lykkjum á veiðistöngum veiðimanna fyrst um morguninn en stilla og fallegt veður. Það voru margir veiðimenn sem mættu í vatnið þrátt fyrir kuldann.  Menn voru í raun ekki að veiða mikið en það komu þó nokkrir fallegir fiskar á land. 

Read more “Elliðavatn verður opnað á morgun!”