Það var fallegt við Elliðavatnið í morgun og hitinn var kominn í 7° strax um kl. 7.  Það var skýjað og gekk á með skúrum. Nokkrir veiðimenn voru mættir snemma en þegar leið á morguninn bættist í hópinn.  

Veiðimenn voru að slita upp einn og einn fisk.  Geir Thorsteinsson fór að vanda út á Engi og hann kom í land um kl. 10 með fallegan afla, 8 pattaralega urriða en stærsti fiskurinn sem hann fékk var um 47 cm.  Fiskurinn er vel haldinn og ekki eftir neinu að bíða fyrir veiðimenn að drífa sig til veiða!

Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu sem var tekin við vatnið í morgun.


Geir Thorsteinsson með fallegan morgunafla. Átta fallegir urriðar!


Geir með fallegan 47cm urriða sem hann fékk á Engjunum.


Nærmynd af urriðunum sem Geir fékk í morgun.

 


Hér er leynivopnið 2014 í Elliðavatnið – Brúnn stuttur Nobbler með grænu!


Þór Níelsen mun sjá um veiðieftirlit í sumar. Vígalegur að vanda!


Ásgeir Kr. Guðmundsson  með fallegan urriða úr Helluvatninu sem hann fékk um kl. 8.  Fiskurinn var um 40cm og fékkst á maðk.


Það var frekar fámennt í fallegu veiðiveðri.


Ekta veiðiveður.  Þugnt yfir en sæmilega hlýtt.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Frábær veiði í Þingvallavatni – fluguveiðin gengur vel
Næsta frétt
Elliðavatn verður opnað á morgun!