Skyndilokun á urriðaveiðum með beitu

Hér fyrir neðan er tilkynning frá Þingvallanefnd varðandi urriðaveiðar í landi þjóðgarðsins.
____
Vegna vorkulda og síðbúinnar göngu urriða er stangveiði með beitu ekki heimil eftir eins og áður var auglýst. Helstu ástæður fyrir þessari skyndilokun er sú að þessi maímánuður er sá kaldasti frá 1977 og því er allt lífríkið á eftir áætlun og því ber að bregðast við því til að vernda urriðastofninn.

Þingvallavatn fer seint í gang!

Það hefur eflaust ekki farið framhjá nokkrum veiðimanni að sumarið hefur látið bíða eftir sér og fyrstu raunvörulegu merkin um sumarið sé að koma um þessar mundir.

Margir veiðimenn hafa lagt leið sína í Þingvallavatn til að egna fyrir urriðann enda byrjaði sannkallað urriðaævintýri þar strax 20. apríl í fyrra. Þeir sem hafa staðið vaktina hafa fengið lítið sem ekkert eða hafa a.m.k. þurft að hafa gríðarlega mikið fyrir hverjum fiski. Þó hafa margir fallegir urriðar komið á land.

Read more “Þingvallavatn fer seint í gang!”

Sauðlauksdalsvatn gefur vel!

Sauðlauksdalsvatn er eitt af þeim veiðivötnum sem geyma fallega fiska. Vatnið er staðsett rétt hjá Patreksfirði og því í raun utan alfaraleiðar. Þeir sem fara í vatnið uppskera yfirleitt nokkuð vel.  Í vatninu má finna mjög væna staðbundna urriða, sjóbleikjur og staðbundnar auk þess sem sjóbirtingu á greiða leið upp í vatn.  Einkennandi fyrir vatnið er að þar eru hvítar strendur líkt og maður sé staddur erlendis. 

Read more “Sauðlauksdalsvatn gefur vel!”

Elliðavatn opnar á morgun – sumardaginn fyrsta!

Nú er veturinn á enda og sumardagurinn fyrsti að renna upp.  Fyrir veiðimenn er það mikið ánægjuefni enda opnar Elliðavatnið fyrir veiði þá og það eru margir sem nota þann dag til að hefja veiðitímabilið. Fjöldi veiðimanna sækir vatnið á opnunardeginum til að veiða og hitta aðra veiðimenn. Í fyrra var 7°hiti um kl. 7 að morgni, en hætt er við að það verði eitthvað kaldara í fyrramálið enda spáir um 0-1° fyrir hádegi. 

Read more “Elliðavatn opnar á morgun – sumardaginn fyrsta!”