Síðasti séns!

Nú er veiðitímabilið farið að styttast hressilega og vötnin farin að loka eitt af öðru.

Í dag er síðasti dagurinn fyrir veiðimenn sem vilja veiða í Þingvallavatni, Elliðavatni og Vífilsstaðavatn.  Við hvetjum veiðimenn til að kíkja á opnunartíma vatnanna og skoða þau vötn sem hægt er að veiða í út september.  

Read more “Síðasti séns!”

Þingvellir – skemmtileg helgi í bongó blíðu!

Það var mikið lif um helgina á Þingvöllum og margir sem fóru með börnin sín þangað og uppskáru vel. Adam Lirio Fannarssong og Tryggvi Gunnar Tryggvason eru meðal þeirra sem fóru í vatnið um helgina með börnin sín í blíðaskaparveðri. Það var mikið líf í kringum vötnin um helgina enda frábært veður og lífríkið komið á fullt.  Það er frábært tími framundan fyrir vatnaveiðimenn.

Read more “Þingvellir – skemmtileg helgi í bongó blíðu!”

Líf og fjör á Skagaheiði – Ölvesvatnssvæðið

Það er búið að vera líf og fjör við Ölvesvatn upp á Skagaheiði það sem af er sumri. Við höfum heyrt í mörgum veiðimönnum sem hafa gert góða veiði og sumir segja að fiskur sé með stærra móti í ár þannig að hann virðist koma vel undan vetri.

Lárus Óskar fer í sína árlegu ferð upp á heiðina og fór hann að þessu sinni 18-21. júní. Þeir félagar fengu frábært veður þrátt fyrir þoku einn daginn, en það var hlýtt og gott veður. Honum þótti fiskarnir óvenju vænir þetta árið og fengu þeir félgar 90 fiskar og var óvenju mikið af bleikju í aflanum þetta árið eða um 50.

Read more “Líf og fjör á Skagaheiði – Ölvesvatnssvæðið”