Það var mikið lif um helgina á Þingvöllum og margir sem fóru með börnin sín þangað og uppskáru vel. Adam Lirio Fannarssong og Tryggvi Gunnar Tryggvason eru meðal þeirra sem fóru í vatnið um helgina með börnin sín í blíðaskaparveðri. Það var mikið líf í kringum vötnin um helgina enda frábært veður og lífríkið komið á fullt.  Það er frábært tími framundan fyrir vatnaveiðimenn.

Feðginin Tryggvi Gunnar Tryggvason og Ísabella Dís Tryggvadóttir fóru að veiða í Þingvallavatni og má segja að litla daman sé komin með veiðidelluna enda var erfitt að fá hana til að hætta! Þau voru við veiðar í drauma veðri. Það var nóg af fiski og þau tóku tvær bleikjur á Peacock. Veiðiuppeldið er byrjað hjá Tryggva og það verður klárlega ekki mikið mál að fá litlu dömmuna með í veiði næst.  Hér fyrir neðan er mynd af Ísabellu Dís Tryggvadóttur með einn fiskinn.


Ísabella með fallega bleikju sem hún veiddi í sólinni á Þingvöllum um helgina.

 

Adam Lirió fór einnig í vatnið ásamt sinni dóttur að morgni 3. júlí og gefum við honum orðið.

"Sæll, ég skrapp í Þingvallavatnið í morgun með sjö ára gamalli skottunni minni og skemmst er frá því að segja að það brjálað að gera nánast allann tímann. Við komum þangað hálf tíu og vorum að í rúma fjóra tíma og settum við í sautján fiska og lönduðum þar af tíu (hefðum pottþétt fengið fleiri ef við hefðum verið lengur að), allt saman á flugu, nokkrar murtur en líka vænir fiskar með. Vorum allann tímann í Vatnskotinu, allt pakkað af bleikju, fiskur að vaka út um allt og fleiri að setja í fiska, alveg frábær dagur og dóttir mín sjaldan skemmt sér betur. Læt fylgja með nokkrar myndir frá deginum. Kv: Adam Lirio  "
 

 
 

 
 
 
Við þökkum Adam og Tryggva fyrir að senda okkur myndirnar og upplýsingarnar.  Alltaf frábært þegar börnin njóta þess að vera við veiðar út í guðsgrænni náttúrunni. Svona veiðiferðir búa til ógleymanlegar minningar!
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Myndatenglar
Næsta frétt
Hraunsfjörður dottinn í gang!