Nú er sennilega að renna í garð einn skemmtiegast tíminn í Hraunsfirði þegar fjörðurinn iðar af lífi og fiskur að sýna út um allt vatn. Bleikjan er farin að bunka sig inn í vatn og lax farinn að stökkva í miklu mæli og þau sporðaköst halda veiðimönnum klárlega við efnið.

Kristján Friðriksson, sem heldur úti vefnum Flugur og skröksögur ( www.fos.is ), fór í fjörðinn ásamt konu sinni. Þau áttu þar góða stund eins og lesa má í pistli hans um ferðina.  

Það var mikið líf í lóninu og beikjan og lax að sýna sig. Kristján fékk tvær feitar og flottar bleikjur, önnur tók Watson Fancy með kúluhaus og hin tók útgáfu af Héraeyra sem Kristjáni þótti líkjast einna best marfló af því sem hann var með í fluguboxinu. Bleikjan getur verið erfið þó svo hún sé að sýna sig af miklum móð.  Þá þarf að skipta reglulega um flugu og reyna að finna eitthvað sem hún hefur áhuga á að taka. 


Hér er Adam með fallega klassíska Hraunsfjarðarbleikju   /Mynd Adam Lirio

Mikill lax er í lóninu og má segja að það komi ekki á óvart enda frábær laxveiði búin að vera í sumar nánast um allt land ef borið er saman við síðustu ár. Frúin hans Kristjáns fékk tvo laxa og Kristján einn.  Má því segja að Veiðikortið sé ódýrasta laxveiðileyfi sem um getur á Íslandi!  


Ungur veiðimaður með maríulax í Hraunsfirði og bítur uggan af eins og hefðin segir til um með fyrsta laxinn 
lax sem veiðimaur fær á veiðiferlinum.      mynd/ Stefán Ingvar Guðjónsson

 

Það er alltaf gaman að lesa pistlana hans Kristjáns og má á síðunni hans finna fjölmarga skemmtilega pistla frá sumrinu en hann og kona hans eru mjög dugleg að sækja vötnin heim.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðilegur september
Næsta frétt
Flott veiði í blíðunni