Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!

Þá er loksins farið að koma að því að nýtt veiðitímabil hefjist formlega. Veiðimenn eru sjálfsagt farnir að ókyrrast, sérstaklega þar sem vötnin á láglendi eru svo gott sem íslaus. Það er því ekki ólíklegt að það verði margt um manninn á sunnudaginn, sem er páskadagur. Væntanlega munu einhverjir vilja hressa sig við eftir páskaeggjaátið og viðra sig og renna fyrir silung.

Read more “Vatnaveiðin að byrja á sunnudaginn!”

Síðasti séns að kíkja í Hítarvatn í dag.

Nú er haustið fara að banka á dyrnar þegar veiðitímabilinu fer að ljúka formlega í nokkrum vötnum. Í dag er t.d. síðasti dagur veiðitímabilsins í Hítarvatni. Eftir rúmar tvær vikur eða 15. september verður lokað fyrir veiðar í Vífilsstaðavatni, Þingvallavatni, Elliðavatni og Berufjarðarvatni. Fleiri vötn loka fyrir veiðar 31. september.

Við hvetjum veiðimenn til að nota þessa síðustu daga vel en september er gjarnan skemmtilegur tími í vatnaveiðinni þrátt fyrir að dagarnir séu farnir að styttast.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Rígvæn bleikja

Aron Jarl Hillers skellti sér í þjóðgarðinn á Þingvöllum og fékk þennan fallega bleikjuhæng þar í fyrradag. Fiskurinn var 58 sm og tók hann Svartan kuðung #12. Bleikjan fékk síðan að synta aftur í vatnin að myndatöku lokinni enda á þessi hængur eflaust eftir að sinna ýmsum fiskiræktarmálum áður en vetur gengur í garð.

Read more “Rígvæn bleikja”