Urriðinn kominn á stjá í þjóðgarðinum
Frekar rólegt hefur verið að urriðamiðum í Þingvallavatni í landi þjóðgarðsins frá því opnað var fyrir veiði þann 20. apríl s.l. Veðrið hefur ekki verið upp á marga fiska og því frekar fáir við veiðar og fáir fiskar sem komu á land fyrstu dagana. Síðustu dagar hafa þó verið ágætir og hafa veiðimenn vera að slíta upp einn og einn fisk.