Kleifarvatn á Reykjanesi opnar á morgun.
Kleifarvatn opnar formlega á morgun, þriðjudaginn 15. apríl. Unnendur Kleifarvatns bíða eflaust með eftirvæntingu til að kanna aðstæður, en vatnið gefur oft fína veiði fyrri hluta sumars.
Kleifarvatn opnar formlega á morgun, þriðjudaginn 15. apríl. Unnendur Kleifarvatns bíða eflaust með eftirvæntingu til að kanna aðstæður, en vatnið gefur oft fína veiði fyrri hluta sumars.
Gíslholtsvatn er eitt af nýju vötnunum í Veiðikortinu 2014. Vatnið hefur iðulega verið fengsælt þegar ísa leysir og hafa veiðimenn skotist þangað áður en önnur vötn opna jafnvel í febrúar og mars. Mikill ís myndaðist á vatninu eins og flestum öðrum vötnum í vetur og er vatnið fyrst að hrista af sér ísinn núna.
Þveit opnaði þann 1. apríl. Jens-Olafur frá Svíþjóð var á ferðinni þar 2. apríl og fékk fallegan 1,5kg fisk í fyrsta kasti. Fisknum var sleppt aftur en fiskurinn tók fluguna Copper cat black #10.
Svæðið er orðið islaust og því tilvalið fyrir þá sem búa fyrir austan að gera sig klára sem og fyrir þá sem eru á ferðinni að kíka þangað.
Það voru margir veiðimenn mættir í opnun Vífilsstaðavatns í gær, 1. apríl. Vatnið leit vel út eftir að hafa verið ísilagt nokkrum dögum áður. Veðrið lék við veiðimenn en það var sól þrátt fyrir smá skúragang í kringum hádegið.
Nú eru fyrstu vötnin formlega að opna á morgun, 1 .apríl. Það er vinsælt meðal veiðimanna að heimsækja vötn eins og Vífilsstaðavatn og Meðalfellsvatn.
Nú styttist í opnum nokkurra vatnasvæða. Það þarf mikið að breytast veðurspáin fyrir næstu daga til að hægt verði að veiða í vinsælustu vötnunum en óvenjulegt þykir að vötnin á suðvestur horninu séu ísilögð á þessum tíma.
Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. tillögur þjóðgarðsvarðar er varða breytingar á veiðireglum í Þingvallavatni fyrir þeirra landi.
Veiðitíminn mun hefjast 20. apríl n.k. en hingað til hafa veiðimenn þurft að bíða til 1. maí eftir að geta hafið veiði þar.
Read more “Þingvallavatn – breyting á veiðireglum í þjóðgarðinum!”
Eins og við fjölluðum um fyrir fáum dögum þá er góður tími framundan fyrir áhugasama ísdorgveiðimenn. Gústaf skellti sér í Syðridalsvatn.