Þingvallanefnd samþykkti á fundi sínum 6. mars sl. tillögur þjóðgarðsvarðar er varða breytingar á veiðireglum í Þingvallavatni fyrir þeirra landi.

Veiðitíminn mun hefjast 20. apríl n.k. en hingað til hafa veiðimenn þurft að bíða til 1. maí eftir að geta hafið veiði þar.  

Veiðitímabilið 20. apríl til 31. maí verður fluguveiðitímabil og verður skylt að sleppa öllum urriða. Bannað verður að nota annað agn en flugu á þessu tímabili, en strax 1. júní verður opnað fyrir maðka- og spúnaveiði líka.

Þessar breytingar eru fyrst og fremst hugsaðar til að vernda urriðastofninn sem hefur átt undir höggi að sækja eftir síðastliðið ár.  

Hægt er að nálgast fundargerð Þingvallanefndar hér.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Sauðlauksdalsvatn – nýjar myndir
Næsta frétt
Veiðisýning í kvöld – Bíó Paradís