Þar sem nú eru aðeins rétt rúmir 30 dagar í opnun fyrstu vatnanna hvetjum við menn til að fara að undbúa útbúnað og fleira. 
Einhverjir þurfa að fylla á fluguboxin og aðrir þurfa að gera við eða endurnýja vöðlur. 

 Þá er gott að hafa tímann fyrir sér til þess að gera allt klárt fyrir nýtt veiðitímabil.  Ef veðurfar breytist ekki mikið á næstu dögum er þó hætt við því að ís verði á mörgum vötnum.  Á sama tíma í fyrra voru flest vötn hér á suðvesturhorninu orðin íslaus en þetta getur verið fljótt að breytast.
 
Hægt er að sjá yfirlit yfir opnunartíma vatnanna HÉR
 
Hér fyrir neðan má sjá myndir sem teknar voru við opnun Vífilsstaðavatns 1. apríl 2013
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðisýning í kvöld – Bíó Paradís
Næsta frétt
Icefishing at Sydridalsvatn