Vötnin fyrir norðan að detta inn – flottur urriði úr Þingvallavatni

Vötnin fyrir norðan að detta inn – flottur urriði úr Þingvallavatni
 
Veðrið hefur leikið við landsmenn um helgina og margir skellt sér í vötnin.  Fjölmenni hefur við í Þingvallavatni síðustu daga og ævintýrin þar halda áfram.
Í gær fengum við fréttir frá Valdimari Friðgeirssyni en hann fór 2. maí í Sléttuhlíðarvatnið og fékk þar 8 bleikjur.  Einnig skellti hann sér í Ljósavatnið og þar fékk hann 2 bleikjur og einn 2,5 punda urriða, þannig að það er greinilegt að vötnin eru að taka við sér fyrir norðan.

Read more “Vötnin fyrir norðan að detta inn – flottur urriði úr Þingvallavatni”

Þingvellir 1. maí – bleikjan mætt í kaldri opnun

Í dag 1. maí opnaði Þingvallavatnið.  Þegar við kíktum á svæðið rúmlega 9 voru fáir að veiða en það var talsvert rok og hitinn um 6-8°.   Davíð Þór Jónsson, tónlistarmaður, fékk þó glæsilega bleikju í morgun sem vó um 3,5 pund og var hún 54cm.  Bleikjan tók leyniafbrigði af Mobuto.  Hann sendi okkur þessa fallegu mynd af bleikjunni.

Read more “Þingvellir 1. maí – bleikjan mætt í kaldri opnun”