Héðan og þaðan – 20. júlí

Það er greinilegt að margir eru að ferðast innanlands í sumar.  Fleiri veiðimenn hafa a.m.k. heimsótt vötnin innan Veiðikortsins miðað við sama tíma í fyrra, a.m.k. miðað við tilfinningu veiðiréttareigenda. 
Þingvallavatnið hefur verið þétt setið og menn eru að fá fínar bleikjur, þrátt fyrir að murtan sé mikið á ferðinni.   Ef menn eru á bleikjuslóð og verða einungis varir við murtu getur verið ágætt að reyna að veiða neðar, þ.e.a.s. að láta fluguna eða agnið sökkvar dýpra.  Þá eru jafnan meiri líkur á að fá stærri kuðungableikjur.

Read more “Héðan og þaðan – 20. júlí”

Héðan og þaðan

Austurlandið:
Fengum fréttir frá Sigurberg Guðbrands og félögum sem byrjuðu í Víkurflóði og fengu þar 45 cm ál!  Eftir Víkurflóð fóru þeir í Þveit við Höfn í Hornafirði.  Þar fengu þeir 7 sjóbirtinga og meðan þeir voru þar var veiðimaður að draga á land 4 punda birting.   Einnig kíktu þeir félagar í Urriðavatn við Egilsstaði og fengu þar 4 bleikjur á bilinu 1-4 pund og misstu tvær um 2 pund.  Við eigum von á myndum frá þeim félögum þegar þeir koma í bæinn seinna í vikunni, en þeir munu væntanlega prufa fleiri vötn innan Veiðikortsins á leiðinni heim, en þeir eru að fara að veiða í Jöklu og Fögruhlíðará.

Read more “Héðan og þaðan”

Falleg bleikja úr Úlfljótsvatni

 
Björgvin Guðmundsson skaust eina kvöldstund í Úlfljótsvatn og fékk pattaralega bleikju á fluguna.
Það er fínn lofthiti og bleikjan farin að veiðast í auknum mæli við landið.  Hvetjum því menn til að nota góða veðrið og skella sér í veiði.  Í dag er veiðidagur fjölskyldunnar, þannig að það er frítt í fjölda veiðivatna vítt og breitt um landið.  Sjá eldri frétt um Veiðidag fjölskyldunnar.

Read more “Falleg bleikja úr Úlfljótsvatni”

Héðan og þaðan – Bleikjan að taka völdin!

Nú eru vötnin heldur betur lifnuð við.  Margir hafa lagt leið sína í vötnin síðustu daga og er bleikjan farin að taka við sér.  Eitthvað er ennþá að veiðast í vötnunum af urriða, þrátt fyrir að það hafi heldur dregið úr því.  Menn hafa verið að fá fallega urriða í Úlfljótsvatni og Þingvallavatni svo dæmi séu tekin.  Nú er bleikjan að taka völdin!

Read more “Héðan og þaðan – Bleikjan að taka völdin!”