Urriði með sögu!

05. maí 2010
 
Urriði með sögu! Upplýsingar frá Laxfiskum um 9 punda urriðann sem veiddist 1. maí.
Eins og getið var um í frétt okkar 1. maí var 9 punda urriðinn sem Sigurður Bogason fékk á Þingvöllum merktur.  Í framhaldi hafði veiðimaðurinn samband við Jóhannes hjá Laxfiskum.

Read more “Urriði með sögu!”

Kleifarvatn opnar með látum!

Kleifarvatnið kemust sterkt inn í opnun, en vatnið opnaði 15. apríl, eða tveim vikum fyrr en vanalega.  Atli Sigurðsson fékk 3 urriða um 3 pundin í gær, 17. apríl og Nökkvi Svavars og sonur hans fengu einnig ánægjulega veiði.  Sjálfsagt hafa fleiri gert fína veiði án þess að við höfum fengið upplýsingar af því.  Veðrið í dag var greinilega mjög sérstakt, en það var bæði sól, rok, rigning, logn, snjór og slydda.

Read more “Kleifarvatn opnar með látum!”

Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði

Þrátt fyrir að komið sé fram í september er ennþá hægt að veiða flestum vötnum Veiðikortsins.  Veiðimaður var á Melrakkasléttu á laugardaginn síðasta og fékk hann 3 urriða 2,5-3 pund á flugu. 
Einnig hefur heyrst af mönnum sem hafa verið að gera það gott í laxveiði í Meðalfellsvatni eins og venjan er þegar líða tekur á sumarið.  Einnig má benda á að lax gengur líka upp í Þórisstaðavatn og veiðast þar margir laxar á hverju sumri. 

Read more “Hraunhafnarvatn á Melrakkasléttu – fín veiði”

Stórurriði á svartan nobbler!

Stórurriði veiddist á Svartan Nobbler á Þingvöllum 11. júlí
Þann 11. júlí síðastliðinn fékk Kristófer Ásgeirsson glæsilegan urriðahæng á Svartan Nobble á Þingvöllum.  Fiskurinn 84 cm og vó rúmlega 12 pund. 
Það er sérstaklega gaman að heyra fréttir að því þegar menn fá slíka fiska á fluguna en flestir stórurriðarnir sem veiðst hafa í sumar hafa verið veiddir á beitu. 

Read more “Stórurriði á svartan nobbler!”