Síðasti séns að kíkja í Hítarvatn í dag.

Nú er haustið fara að banka á dyrnar þegar veiðitímabilinu fer að ljúka formlega í nokkrum vötnum. Í dag er t.d. síðasti dagur veiðitímabilsins í Hítarvatni. Eftir rúmar tvær vikur eða 15. september verður lokað fyrir veiðar í Vífilsstaðavatni, Þingvallavatni, Elliðavatni og Berufjarðarvatni. Fleiri vötn loka fyrir veiðar 31. september.

Við hvetjum veiðimenn til að nota þessa síðustu daga vel en september er gjarnan skemmtilegur tími í vatnaveiðinni þrátt fyrir að dagarnir séu farnir að styttast.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

Rígvæn bleikja

Aron Jarl Hillers skellti sér í þjóðgarðinn á Þingvöllum og fékk þennan fallega bleikjuhæng þar í fyrradag. Fiskurinn var 58 sm og tók hann Svartan kuðung #12. Bleikjan fékk síðan að synta aftur í vatnin að myndatöku lokinni enda á þessi hængur eflaust eftir að sinna ýmsum fiskiræktarmálum áður en vetur gengur í garð.

Read more “Rígvæn bleikja”

Hörku bleikjuveiði úr Þingvallavatni

Það er sannkallaður draumatími silungsveiðimanna um þessar mundir. Bleikjan er komin nær landi og urriðinn farinn að færast nær landi þegar skyggja fer. 

Veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði úr Þingvallavatni síðustu daga í blíðunni. Björn Vigfús Metúsalemsson og Atli Bess Reynisson áttu frábæra vakt þar í morgun og lönduðu fallegum bleikjum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

Read more “Hörku bleikjuveiði úr Þingvallavatni”

Úlfljótsvatn: Hluti veiðisvæðist lokað vegna skátamóts.

Við Úlfljótsvatn er í gangi alþjóðlegt skátamót World Scout Moot og stendur það fram á fimmtudaginn 3. ágúst.

Þangað til eru veiðisvæðin við kirkjuna og svæðið hjá skátunum lokað. Veiðimenn geta að sjálfsögðu veitt austan við skátasvæðið og farið niður í Borgarvík líkt og áður.

Vonum að þetta valdi veiðimönnum ekki óþægindum.


Mynd tekin í Borgarvík við Úlfljótsvatn. Þarna getur verið flott veiði þegar líða fer á júlí.

Með veiðikveðju,

Veiðikortið