Verið er að leggja lokahönd á Veiðikortið 2016, en gert er ráð fyrir að það verði komið í sölu um næstu mánaðarmót.

Hjá mörgum er orðin hefð að gefa Veiðikortið í jólagjöf og því höldum við í hefðina og gefum kortið út fyrir jól. 

Nýr samningur vegna Þingvallavatns og Elliðavatns.
Það verða litlar breytingar á vatnasvæðum Veiðikortsins fyrir komandi tímabil að því undanskildu að Kringluvatn fyrir norðan sem og vötnin fyrir landi Sólheima í Dölum, Hólmavatn og Laxárvatn verða ekki með.  Það er alltaf leiðinlegt þegar veiðivötn sem eiga sér e.t.v. marga aðdáendur fara úr kortinu en þá er spennandi fyrir veiðimenn að finna sér nýja og spennandi veiðistaði. Það er mikið ánægjuefni að búið er að endursemja til 3 ára um Þingvallavatn í landi þjóðgarðsins sem og Elliðavatn þannig að veiðimenn geta farið að láta sér hlakka til komandi veiðitímabils.

Við höfum þegar hafið sölu á Veiðikortinu 2016 hér á heimasíðu okkar og munu þeir sem panta þar fá kortið sent um leið og bæklingurinn kemur úr prentun.

 

Hér má sjá útlit kortins 2016 en myndin sem príðir kortið er af hollenska veiðimanninum Hans Bock með bleikju sem hann fékk á Melrakkasléttu.

Veiðimenn get því farið að setja Veiðikortið 2016 á jólagjafalistann!

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið 2016 komið í dreifingu og vefútgáfa klár!
Næsta frétt
Urriðadansinn á Þingvöllum á laugardaginn