Sauðlauksdalsvatn – vatnakynning



Mánudaginn 2. mars munum við bjóða veiðimönnum upp á kynningu á Sauðlauksdalsvatni fyrir vestan. Kynningin fer fram í húsakynnum SVFR að Rafstöðvarvegi 14, 110 Reykjavík kl. 20.00.



Ívar Örn Hauksson, fluguveiðimaður, mun kynna vatnið fyrir áhugasömum en hann þekkir vatnið eins og lófann á sér eftir að hafa stundað vatnið í um 30 ár og hefur í gegnum tíðina veitt vatnið með landsþekktum veiðimönnum á borð við Jón Sigurðsson heitinn og Jón Pedersen heitinn.



Sauðlauksdalsvatn er sennilega eitt af mögnuðustu veiðivötnum landsins með sína hvítu sanda og Rauðsand og Látrabjarg í næsta nágrenni. Patreksfjörður er næsti byggðakjarni í um 30 mínútna akstursfjarlægð. Vatnið á samgang við sjó og er þar að finna jafnt staðbundna fiska sem og sjógengna. Það er því misjafnt hvaða fiska menn eru að veiða eftir tíma sumars.



Við hvetjum veiðimenn til að mæta og kynna sér þetta frábæra veiðivatn og drekka í sig þekkingu og reynslu Ívars, hvort sem menn ætli að heimsækja vatnið næsta sumar eða síðar.



Ívar tekur með sér fluguvæsinn og aldrei að vita nema hann hnýti nokkrar. Einnig mun hann sýna flugur sem henta vel í vatnið.



Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Fishing season 2020 coming up!
Næsta frétt
Gleðileg jól!