Sigurður Valdimar Steinþórsson fór ásamt veiðifélaga í Sauðlauksdalsvatnið fyrir nokkru.  Þeir lönduðu tveimur bleikjum sem vógu um 2 og 2,5 pund og settu í mun fleiri fiska sem tóku mjög grannt en þeir veiddu aðallega á litlar þurrflugur. 

Fyrir þá sem ekki hafa komið í Sauðlauksdalsvatn eða nágrenni þá er sjógengt í vatnið og mikið af fiski veiðist jafnan í vatninu. Það sem gerir vatnið sértstakt er að umhverfi þess er hlaðið hvítum skeljasandi líkt og maður ætti að venjast t.d. á norðurlöndunum.

Vatnið er ekki langt frá Patreksfirði en sé farið um suðurfirðina þá er beygt inn afleggjarann að Látrabjargi og eftir um korters keyrstu þann veg er beygt inn í Sauðlauksdal. Fyrir þá sem vilja taka sérferð vestur er einnig tilvalið að kíkja í Vatnsdalsvatn í Vatnsfirði í leiðinni sem er skammt frá Flókalundi.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir frá Sigurði úr ferðinni.


Sigurður með bleikju í Sauðlauksdalsvatni 12. júlí. Bleikjan tók þurrflugu og var um 2,5 pund.

 


Veiðifélagi Sigurðar með fisk á!

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Þingvallavatn – hvar er bleikjan?
Næsta frétt
Skagaheiðin – flott svæði og góð veiði!