Draumatími margra veiðimanna í Þingvallavatni er einmitt núna en yfir hásumarið er bleikjan öllu jöfnum mætt í þúsundatali nálægt landi til að undirbúa hrygningu og iðulega má sjá hana með sína hvítu ugga mjög nærri landi þegar hún hringsólar um svæðin.

Eitthvað virðist vera öðruvísi þetta sumarið og þrátt fyrir óvenju gott veðurfar hafa veiðimenn talað um að minna sé um bleikju en áður og margir þraulvanir veiðimenn fara hreinlega fisklausir frá vatninu sem er óvanalegt á þessum tíma.  Ekki er vitað hvað veldur því að bleikjan sé ekki að sýna sig í eins miklu mæli og oft áður og það sem er ennþá skrýtnara er að menn eru ekki einu sinni að setja í murtur.  

Kjartan Helgason kíkti í vatnin ásamt félaga sínum fyrir skemmstu og það svipað upp á tengingnum, s.s. lítið um fisk framan af. Þeir veiddu um kvöldið og voru við Öfugsnáða. Það var ekki fyrr en það snögglega lygndi að allt fór í gang. Kjartan fékk fjórar fallegar bleikjur á skömmum tíma og veiðifélagi hans fékk urriða. Bleikjurnar og urriðinn tóku mest fluguna Krókinn #12 og á púpu með svörtu vinylribbi og peacock hálsi auk rauðum lit.

Einnig heyrðum við af veiðimanni sem fékk langan en horaðan urriða í þjóðgarðinum í gær. Miðað við ástandið á þeim urriða mætti draga ályktun um að hann hafa ekki verið í miklu fæði og því hugsanlega farin að leita nær landi eftir sílum og öðru. Það gæti hugsanlega fælt bleikjuna eitthvað frá ef að urriðar eru í stórum stíla á hrygningarsvæðum bleikjunnar í fæðuöflun en auðvitað er hæpið að draga þá ályktun frá einum horuðum urriða þar sem aðrar skýringar gætu legið þar af baki. Burt séð frá því hefur urriðinn verið að sýna sig meira en áður svona í júlí.

 


Kjartan Helgason sendi okkur þessa fallegu mynd frá Öfugsnáða sem tekin var í fyrrakvöld. Í þessari fegurð eru fiskarnir bara bónus!

Við hvetjum veiðimenn til að senda okkur fregnir af veiðisvæðum Veiðikortsins og myndir eru að sjálfsögðu vel þegnar.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Silungsveiðin í blóma í góðviðrinu
Næsta frétt
Saudlauksdalsvatn in the Westfjords