Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu frá aðstandendum RISE kvikmyndahátíðarinnar.

 
RISE Fluguveiði kvikmyndahátíð 2014
 
Hin árlega RISE fluguveiði kvikmyndahátíð verður haldin í Bíó Paradís fimmtudagskvöldið 6. Mars n.k. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin og af því tilefni ætlum við að setja upp litla veiðisýningu í anddyri Bíó Paradís sama kvöld, þann 6. Mars. Við höfum leigt allt húsið þetta kvöld og við opnum kl. 18:00 en sjálf kvikmyndahátíðin hefst kl. 20:00.
 
Dagskrá RISE 2014
Enginn verður svikinn af dagskránni í ár en eins og undanfarin ár kemur aðalmynd hátíðarinnar úr smiðju Gin-Clear media og að þessu sinni er það myndin LEVIATHAN sem sýnir okkur þá stórfiska sem fluguveiðimenn heimsins eltast við.
 

LEVIATHAN Trailer from Gin Clear Media on Vimeo.

 

Aðrar myndir eru TRIBUTARIES en sú mynd hefur sérstaka þýðingu fyrir íslenska veiðimenn því hún var að hluta til tekin upp hér á landi og segir frá þremur leiðsögumönnum sem starfa hver í sínu landi. Einn þeirra er Sigurður Héðinn sem oft er nefndur Siggi Haugur.

Tributaries Fly Fishing Film Trailer #1 from RC Cone on Vimeo.

 
Svo er það BLACKWATER en um þá mynd má segja að sé sjálfstætt framhald myndarinnar Devils Gold og sýnir ferðalag fluguveiðimanna í frumskógum Bólivíu í leit af Golden Dorado.

 

Síðast en ekki síst er það myndin BLOODKNOT sem framleidd er af tvíburabræðrum sem báðir eru miklir fluguveiðimenn og sýnir veiði á austurströnd Bandaríkjanna.

 

Lækkað miðaverð
Miðasala á RISE Fluguveiðikvikmyndahátíð 2013 fer fram í Veiðivon Mörkinni 6 og hefst hún þann 10. febrúar. Miðaverð verður lækkað í ár frá fyrri árum og verður kr. 2.000,-
 
Miðapantanir
Hægt er að panta miða með því að senda tölvupóst til rise@icelandangling.com eða með því að senda skilaboð í gegnum Facebook síðu RISE: www.facebook.com/risekvikmyndahatid eða hreinlega hringja í síma 568 7090.
 
Veiðisýning
Haldin verður veiðisýning á undan hátíðinni þar sem margir góðir gestir verða með sínar vörur til sýnis. Veiðisýningin verður nánar auglýst síðar því enn eru gestir að staðfesta komu sína.
 
Styrktaraðilar
Til þess að mögulegt sé að lækka miðaverð stólum við á styrktaraðila okkar og erum við þeim þakklát. Þeir eru: Bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Enski Barinn, Fjarðarkaup, Hafið – Fiskverslun, Hreggnasi, Kírópraktorstofa Íslands, Stangveiðifélag Reykjavíkur, Lax-á, Veiðiþjónustan Strengir, Veiðivon og Veiðikortið.
 
Tengiliður
Frekari upplýsingar gefur Stjáni Ben í tölvupósti til rise@icelandangling.com
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Veiðikortið verður í Dalnum í kvöld!
Næsta frétt
Nú er tími fyrir ísdorgveiðar!