Ef þú hefur hug á að prófa nýjar slóðir er rétt að benda Veiðikortshöfum á að það verður opinn dagur fyrir almenning í Hlíðarvatni í Selvogi næstkomandi sunnudag frá morgni til kl. 17.00.  Það þýðir að veiðimenn geti veitt frítt til klukkan 17.00.

 
Hér fyrir neðan er tilkynning frá veiðiréttareigendum:
 
Næstkomandi sunnudag, 24. ágúst, frá morgni fram til kl. 17.00 verður Hlíðarvatnsdagurinn haldinn hátíðlegur en þá bjóða veiðiréttareigendur við vatnið öllum þeim sem vilja að koma og veiða í vatninu.
 

Veiðikort
 
Þetta er fjórða árið í röð sem félögin Ármenn, Stangaveiðifélag Selfoss, SVH, Árblik í Þorlákshöfn og svo Stakkavík halda þennan dag og hefur þetta mælst vel fyrir.
 
Veiðileyfi hafa selst vel í sumar og kannski er það líka vegna þessara kynningar á vatninu. Er ekki málið að skella sér í sunnudagsbíltúr og renna fyrir fisk nú eða fara í berjamó. Við tökum vel á móti ykkur og það verður heitt á könnunni í veiðihúsinu okkar.
 
Viljum við benda veiðimönnum á að skrá þarf allan fisk sem veiðist í veiðibækur og er nauðsynlegt að virða veiðitímann þennan dag, sem eins og fyrr segir er til kl.17.00
Ath. eingöngu leyfilegt agn; fluga eða spúnn. 
Lausaganga hunda er stranglega bönnuð.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðinn farinn að sýna sig og lax í Elliðavatni.
Næsta frétt
Flottur dagur í Urriðavatni