Fyrir skömmu opnaði nýr vefur sem heitir Veiðistaðavefurinn. Markmið vefsins er að sameina á einn stað upplýsingar um alla veiðistaði landsins hvort heldur um sé að ræða vatn, ársvæði, lax- eða silungsveiði.

Á vefnum er mælst til að veiðimenn gefi veiðistöðum sem þeir hafa farið á stjörnur og ummæli til að gefa hugsanlegum byrjendum eða þeim sem þekkja ekki svæðin  betri upplýsingar. Hver veiðistaður hefur sína síðu og þar má einnig finna ótal tengla í ítarefni um veiðistaðinn eins og myndbönd, umfjallanir og jafnvel tengingar á söluaðila.

Þetta er risaverkefni sem Halldór Gunnarsson, gagnagrunnsérfræðinur, hefur verið að dunda sér við í aukatíma, en honum þótti sárlega vanta vefsvæði sem myndi einfalda mönnum lífið við að finna veiðistaði sem og upplýsingar um þá. Við óskum honum og notendum til hamingju með þennan glæsilega vef sem stækkar á degi hverjum.

Nú þegar svartasta skammdegið er að víkja fyrir lengri og bjartari dögum þá er upplagt fyrir veiðimenn að byrja að undirbúa veiðisumarið. Einnig er tilvalið fyrir notendur Veiðikortsins að setja inn ummæli við vötnin á Veiðistaðavefnum og gefa þeim stjörnur.

Hér fyrir neðan má sjá skjámynd af Ljósavatni, en það er innan vébanda Veiðikortsins. Hægt er að smella á myndina til að komast á síðuna fyrir Ljósavatn en tengill á heimasvæði Veiðistaðavefsins er www.veidistadir.is.

 

 

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Kynning á Þingvallavatni hjá SVH
Næsta frétt
Kaupa everythingiceland.is