Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar verður með opið hús fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.00 í félagsheimili sínu að Flatahrauni 29.

Þar mun Guttormur Einarsson fræða gesti um Þingvallavatn en þar er hann öllum hnútum kunnugur.  Hann hélt fyrir nokkrum árum kynningu fyrir handhafa Veiðikortsins og var sú kynning haldin í þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum og þar var þétt setið þrátt fyrir að lengra hafi verið að sækja þá kynningu. Því mætti ætla að margir veiðiáhugamenn mæti í Hafnarfjörðinn á fimmtudagskvöldið. 

SVH mun einnig kynna nýtt tölublað af Agninu, fréttablaði félagsins, en þar kennir ýmissa grasa.


Mynd af Sigurgeiri Sigurpálssyni með fallegan urriða úr Þingvallavatni sumarið 2014.

 

Með veiðikveðju,

Veiðikortið

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Nú má fara að telja niður!
Næsta frétt
Öflugur veiðistaðavefur kominn í loftið!