Baráttudagur verkalýðsins 1. maí er í dag. Fyrir ekki svo mörgum árum markaði þessi dagur ákveðin tímamót hjá veiðimönnum enda opnaði veiði í vinsælustu veiðivötnum landsins yfirleitt ekki fyrr en þennan dag ár hvert. Þá var fjölmennt á bökkum vatna eins og Elliðavatns og Þingvallavatns og menn mættu til að hefja nýtt veiðitímabil og hitta mann og annan og ræða um veiði og eflaust allt milli himins og jarðar.

Í dag, þrátt fyrir að mörg vötn hafi þegar opnað fyrir veiði, er alveg tilvalið að fara í veiðitúr og njóta náttúrunnar. 


Hér er falleg mynd frá Úlfljótsvatni af Guðjóni með fallega bleikju í júní 2014, en Úlfljótsvatn opnaði fyrir veiði í dag, 1. maí.

Mörg vötn opna fyrir veiði í dag og má þar nefna Úlfljótsvatn, vötnin á Melrakkasléttu, Sænautavatn og vötnin í Breiðdal fyrir austan, Haukadalsvatn og Vatnsdalsvatn fyrir vestan. Reyndar er ekki sjálfgefið að vötn og vegir séu klárir sökum kulda en veiðin er öll að detta í gang og tíminn vinnur með okkur.

Hér má sjá lista yfir opnunartima vatnanna í Veiðikortinu.

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Líflegt við Þingvallavatn í gærkvöldi
Næsta frétt
Nice brown trout fishing at Thingvellir