Skilyrðin það sem af er sumri hafa verið óvenju góð fyrir vatnaveiðimenn og konur. Mikil hlýindi í maí hafa valdið því að allt lífríkið fór snemma af stað og því búið að vera mikið fæðuframboð sem þýðir að fiskurinn er búinn að vera á mikilli hreyfingu í vötnunum og veiðimenn hafa verið duglegri að stunda veiðarnar sem hafa gengið vel.

 

Það er sama hvert litið er, veiðimenn hafa verið að fá flotta veiði og höfum við haft spurning af veiði í flestum vötnunum sem við höfum frétt af. Við höfum verið að heyra af feitum og flottum bleikjum jafnt í Þingvallavatni og Úlfljótsvatni. Einnig höfum við haft fréttir af því að bleikjuveiðin sé hrokkin í gang í Hraunsfirði auk þess sem Baulárvallavatn sé búið að gefa vel af sér í sumar. Kleifarvatn hefur einnig gefið óvenju vel í sumar og svona mætti lengi telja. Skilyrði til vatnaveiða hafa hreinlega verið mjög góð og það er gaman að fylgjast með ánægðum veiðimönnum hvert sem litið er. Elliðavatn hefur einnig verið óvanalega gott í sumar og þrátt fyrir flotta urriðaveiði hafa menn verið að fá óvenju góða bleikjur þar í sumar. Veiðimenn hafa jafnvel orðið varir við sæmilegar torfur af vænum bleikjum þar.

Hér fyrir neðan koma nokkrar myndir sem höfum höfum fengið úr veiðitúrum veiðikortshafa síðustu daga.

Byrjum á að setja inn tvær myndir frá Ríkarði Hjálmarssyni, en hann skaust í Þingvallavatn í gærmorgun auk myndar frá Friðriki Ottó Friðrikssyni úr Elliðavatni.


Fallegar kusur úr Þingvallavatni – mynd og veiði Ríkarðs Hjálmarssonar.


Það er gaman að kljást við stóru bleikjurnar á Þingvöllum – Ríkarður að landa einni.


Friðrik Ottó Friðriksson með urriða sem vigtaði rúmlega 2 kg. Við Elliðavatn.

 

Annett Andersen sendi okkur nokkrar myndir frá veiðiferðum föður síns og vinar hans, sem eru norskir. Þeir kíktu í Baularvallavatn, Kleifarvatn, Vífilsstaðavatn, Meðalfellsvatn og Elliðavatn og áttu góðar stundir eins og sjá mér á myndunum hér fyrir neðan.

Kleifarvatn 14. júní – Finn Wierod fékk þennan fallega 2,5 kg urriða þar á flugu.

 


Anette Andresen með urriða úr Baulárvallavatni.

 


Finn Wierod með bleikju úr Kleifarvatni.

 

 

Með veiðikveðju,

 

Veiðikortið

 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Boltableikja í fyrsta kasti!
Næsta frétt
Bleikjan er mætt í Hraunsfirði