Boltableikja í fyrsta kasti!

Júlía Björk Lárusdóttir er 8 ára og fór með föður sínum og vinkonu sinni, Emelíu Rut,  að Þingvallavatni í morgun. Vopnuð flugu og floti kastaði hún út við Nautatangann og strax í fyrsta kasti veiddi hún 58 cm boltableikju. Það kom ekki til mála að sleppa henni þar sem þessi skyldi fara á grillið og bragðaðist hún vel. Það er óhætt að segja að veiðiferillinn byrji vel og er Júlía strax farinn að vilja fara aftur til veiða!

Það er ánægjulegt þegar fjölskyldur nota góðviðrisdagana til að kynna fyrir börnun sínum að upplifa náttúruna og veiðimennskuna. Það er reyndar ekki alltaf hægt að treysta á að veiða fisk líkt og Júlía en minningin gleymist seint hjá börnunum, enda spennandi að vera við vötnin og njóta útiverunnar.
 
Hér fyrir neðan má sjá Júlíu Björk með bleikjuna góðu og einnig fylgir með mynd af flugunni góðu sem bleikjan tók í fyrsta kasti.
 

Júlía Björk Lárusdóttir, 8 ára, með boltableikju sem hún fékk í fyrsta kasti við Nautatangann við Þingvallavatn.
 

Veiðivinkonurnar, Emelía Rut og Júlía Björk, spá í spilin af miklum áhuga.
 

Flugan góða sem Júlía Björk notaði.
 
Með veiðikveðju,
Veiðikortið
 
 

0 Comments

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Fyrri frétt
Urriðaveiðar við Þingvallavatn ganga vel
Næsta frétt
Gengur vel í vatnaveiðinni